Viðskipti erlent

Norvik flytur út mest af timbri

Jón HelgiGuðmundsson
Jón HelgiGuðmundsson
Norvik hf., sem er félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu, festi í gær kaup á stærstu sögunarmyllu Lettlands, VIKA Wood.

Framleiðsla verksmiðjunnar er um 270.000 rúmmetrar af söguðu timbri á ársgrundvelli. Fyrirtækið var stofnað árið 1995 og er starfsmannafjöldi um 200. Helstu markaðir eru Japan og heimamarkaðurinn Lettland, en fyrirtækið flytur út timburafurðir til um 15 landa víðs vegar um heiminn, að því er fram kemur í tilkynningu.

Með kaupunum verður Norvik stærsti útflutningsaðili timburs frá Lettlandi með tæplega 420.000 rúmmetra heildarumsetningu. Áður hefur Norvik rekið verksmiðjurnar BIKO-LAT frá 1993 og Cesis frá 2003. Heildarvelta Norvikur í Lettlandi nálgast 8 milljarða og er starfsmannafjöldi um 800 manns. - óká





Fleiri fréttir

Sjá meira


×