Innlent

Geta fengið yfir milljón í styrk

Félagsmálaráð Akureyrar hefur ákveðið að styrkja hjúkrunarfræðinema við Háskólann á Akureyri sem áhuga hafa á að sérhæfa sig í hjúkrun aldraðra.

Styrkupphæðin er 70 þúsund krónur á mánuði frá 1. september til 31. maí eða samtals 540 þúsund krónur fyrir veturinn.

Styrkþegar verða skuldbundnir til að starfa við öldrunarheimili Akureyrar að loknu námi, í þrjú ár miðað við tveggja ára styrk en eitt og hálft ár miðað við eins árs styrk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×