Innlent

Stemmir stigu við ofbeldi

Það er mikilvægt að þeir sem starfa með börnum og unglingum séu meðvitaðir um ábyrgð sína og skyldur og geti lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi eigi sér stað, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.

Á síðasta ári bárust Barnaverndarstofu 5.879 tilkynningar, tæpur helmingur var vegna grunsemda um ofbeldi eða vanrækslu á börnum. Við þessum upplýsingum vill menntamálaráðuneytið bregðast og ætlar að standa fyrir námskeiðum, sem nefnast Verndum þau, til að reyna að stemma stigu við vandanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×