Innlent

Torfæruhjólastóll í notkun

Heilbrigðisstofun Suðurlands fékk fyrir skömmu torfæruhjólastól. Stóllinn hentar vel á svæðum sem hefðbundnir hjólastólar komast illa yfir. Hægt er að setja skíði undir framhjólin sem gerir hreyfihömluðum kleift að komast leiðar sinna í snjó.

Á fréttavefnum sudurland.is segir að gripurinn sé ætlaður hreyfihömluðum á öllu Suðurlandi, en Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Suðurlandi hefur umsjón með útlánum á stólnum.


Tengdar fréttir

Yfirbyggingin tilbúin

Lokið hefur verið við yfirbyggingu á brúnni yfir Vestulandsveg. Brúarsmíðin hefur staðið yfir frá því í maí á þessu ári. Yfirbyggingin á brúnni var steypt á þriðja tímanum aðfaranótt laugardags, en um þrjátíu manns voru kallaðir út til verksins og lauk því upp úr hádegi á laugardegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×