Innlent

Bregðast þarf við manneklu

Yfir 500 börn bíða vistunar á frístundaheimilum og leikskólum.
Yfir 500 börn bíða vistunar á frístundaheimilum og leikskólum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að engar raunhæfar áætlanir séu fyrirliggjandi til að bregðast við manneklu á leikskólum og frístundaheimilum í Reykjavík.

Þá gagnrýnir Samfylkingin meirihlutann fyrir að nota kraft sinn í að kljúfa menntaráð og menntasvið í stað þess að takast á við mannekluna.

Vegna manneklu eru nú 453 börn á biðlista eftir frístundaheimilum og 73 börn hafa ekki fengið inngöngu í leikskóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×