Innlent

Mikil kaflaskil fyrir flokkinn

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir mikla eftirsjá í Margréti fyrir Samfylkinguna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir mikla eftirsjá í Margréti fyrir Samfylkinguna.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það mikil tímamót fyrir Samfylkinguna að Margrét Frímannsdóttir hafi ákveðið að stíga af sviði stjórnmálanna. Margrét var í forystuhlutverki þegar Samfylkingin varð til árið 1999 en hún var þá formaður Alþýðubandalagsins og hafði gegnt því embætti frá því árið 1995.

„Það eru alltaf mikil kaflaskil þegar reyndir stjórnmálamenn eins og Margrét, sem er ljósmóðir Samfylkingarinnar, stíga af sviðinu. En fólk gerir það upp við sig, hverju sinni, hvenær það telur tímabært að gefa öðru fólki tækifæri. Það er alltaf betra að taka svona ákvarðanir þegar það er eftirsjá í manni, frekar en þegar kemur að þeim tímapunkti að stjórnmálamenn hafa lifað sjálfan sig í pólitík. Eins og er því miður alltof algengt og nýleg dæmi sanna.“

Margrét hefur verið oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í þau tvö kjörtímabil sem flokkurinn hefur boðið fram í þingkosningum. Aðrir þingmenn Suðurkjördæmis eru Björgvin G. Sigurðsson, Jóhann Ársælsson og Lúðvík Bergvinsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×