Innlent

Lagði milljarða í eigin fjárfestingar

Á góðri stund. Björgólfur Thor, Þórður Már Jóhannesson og Magnús Kristinsson á fundi Straums-Burðaráss. Magnús fer hörðum orðum um Björgólf og viðskiptahætti hans í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið á sunnudag.
Á góðri stund. Björgólfur Thor, Þórður Már Jóhannesson og Magnús Kristinsson á fundi Straums-Burðaráss. Magnús fer hörðum orðum um Björgólf og viðskiptahætti hans í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið á sunnudag.

Magnús Kristinsson, sem átt hefur í deilum við Björgólf Thor Björnsson í stjórn Straums-Burðaráss, gerir upp við Björgólf í blaðagrein í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann meðal annars að grunnurinn að illdeilum þeirra hafi verið þegar Björgólfur vildi nota Straum-Burðarás til að leggja tugi milljarða í eigin fjárfestingarverkefni.

Hann þvertekur fyrir fullyrðingar Björgólfs um að Magnús, Kristinn Björnsson og Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri, hafi tekið skammtímahagsmuni fram yfir langtímahag bankans.

Í greininni, sem ber yfirskriftina „Um grjótflug úr glerhúsi“, lýsir Magnús einnig hvernig Björg­ólfur hafi grætt milljarð á einum sólarhring þegar eignarhaldsfélag hans, Samson, hafi selt hlut í KEA til Burðaráss daginn eftir að félagið hafði keypt sama hlut af Kaldbaki.

Þegar Fréttablaðið hafði samband við Magnús sagðist hann ekki ætla að tjá sig meira um þetta mál á opinberum vettvangi. Svipað var uppi á teningnum hjá Björgólfi, en samkvæmt talsmanni hans sér hann ekki ástæðu til að svara því sem fram kemur í grein Magnúsar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×