Dýraníð og lögin 20. september 2006 06:00 Vegna frétta í fjölmiðlum af dýraníði (dyresex) vegna kynferðislegrar misnotkunar á íslenskum hesti í Danmörku vill Dýraverndarsamband Íslands koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum. Engin ákvæði eru til í íslenskum lögum, sem banna beinlínis þessháttar verknað gagnvart dýrum en hinsvegar segir í lögum nr. 15/1994 um dýravernd 2. gr: "Skylt er að fara vel með öll dýr. Óheimilt er að hrekkja dýr eða meiða. Forðast skal að ofbjóða kröftum þeirra og þoli." Í október 2004 kom upp slíkt mál í Þorlákshöfn og kærði hestaeigandinn meintan dýraníðing fyrir innbrot í hesthúsið sitt og jafnframt fyrir að hafa haft í frammi kynferðislega áreitni við hrossin þar. Lögregluembættið í Árnessýslu tók málið föstum tökum og mun það bæði hafa verið rannsakað sem innbrot en líka sem brot á lögum um dýravernd. Fékk það alveg sömu málsmeðferð og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Sýni og lífsýni voru tekin af meintum geranda og hrossunum og send til útlanda til DNA-greiningar. Niðurstöður voru ekki nógu afgerandi til þess að verknaðurinn þætti tvímælalaus enda er sönnunarbyrðin mjög rík í slíkum málum. Sök um dýraníð þótti því ekki nægilega sönnuð en viðkomandi mun hafa fengið einhverja refsingu fyrir innbrotið í hesthúsið. Í umræðunni í fjölmiðlum um þessi mál hafa komið fram fyllyrðingar um að þar sem ekki séu til í lögum nein bein ákvæði um svona mál endi þau yfirleitt ekki í kæru þar sem oftast sjái ekki á dýrunum. Þetta er sem betur fer rangt eins og dæmið hér að ofan sannar, þar sem fram kemur að lögreglan í Árnessýslu rannsakaði svona dýraníðingsmál sem brot á framangreindri grein í dýraverndarlögunum og með alveg sama hætti og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Á lögreglan hrós skilið fyrir þessi frábæru vinnubrögð. Í íslenskum rétti er til urmull af lögum og reglugerðum og samþykktum um hverskonar meðferð dýra - en því miður er það gömul saga og ný að þau eru vita gagnslaus ef þeim er ekki fylgt eftir af þar til bærum aðilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Vegna frétta í fjölmiðlum af dýraníði (dyresex) vegna kynferðislegrar misnotkunar á íslenskum hesti í Danmörku vill Dýraverndarsamband Íslands koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum. Engin ákvæði eru til í íslenskum lögum, sem banna beinlínis þessháttar verknað gagnvart dýrum en hinsvegar segir í lögum nr. 15/1994 um dýravernd 2. gr: "Skylt er að fara vel með öll dýr. Óheimilt er að hrekkja dýr eða meiða. Forðast skal að ofbjóða kröftum þeirra og þoli." Í október 2004 kom upp slíkt mál í Þorlákshöfn og kærði hestaeigandinn meintan dýraníðing fyrir innbrot í hesthúsið sitt og jafnframt fyrir að hafa haft í frammi kynferðislega áreitni við hrossin þar. Lögregluembættið í Árnessýslu tók málið föstum tökum og mun það bæði hafa verið rannsakað sem innbrot en líka sem brot á lögum um dýravernd. Fékk það alveg sömu málsmeðferð og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Sýni og lífsýni voru tekin af meintum geranda og hrossunum og send til útlanda til DNA-greiningar. Niðurstöður voru ekki nógu afgerandi til þess að verknaðurinn þætti tvímælalaus enda er sönnunarbyrðin mjög rík í slíkum málum. Sök um dýraníð þótti því ekki nægilega sönnuð en viðkomandi mun hafa fengið einhverja refsingu fyrir innbrotið í hesthúsið. Í umræðunni í fjölmiðlum um þessi mál hafa komið fram fyllyrðingar um að þar sem ekki séu til í lögum nein bein ákvæði um svona mál endi þau yfirleitt ekki í kæru þar sem oftast sjái ekki á dýrunum. Þetta er sem betur fer rangt eins og dæmið hér að ofan sannar, þar sem fram kemur að lögreglan í Árnessýslu rannsakaði svona dýraníðingsmál sem brot á framangreindri grein í dýraverndarlögunum og með alveg sama hætti og ef um nauðgun hefði verið að ræða. Á lögreglan hrós skilið fyrir þessi frábæru vinnubrögð. Í íslenskum rétti er til urmull af lögum og reglugerðum og samþykktum um hverskonar meðferð dýra - en því miður er það gömul saga og ný að þau eru vita gagnslaus ef þeim er ekki fylgt eftir af þar til bærum aðilum.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun