Kæri Róbert 20. september 2006 06:00 Við á Ríkisútvarpinu erum fullkomlega sammála því að þjóðin þurfi frjálsa og óháða fjölmiðla. Einmitt þess vegna vil ég senda þér nokkrar línur. Í bréfi þínu Kæri Jón í blöðum, þar sem þú biður NFS griða - gætir ranghugmynda um starf okkar hér á RÚV sem skylt er að leiðrétta. Þú segir að fólki á NFS hafi þótt freistandi að ganga til liðs við RÚV, því þar vinni menn tólf daga í mánuði á fullum launum. NFS-menn vinni langan og strangan vinnudag og fleiri daga í mánuði en á RÚV. Þetta er rangt. Bæði sjónvarps- og útvarpsfréttamenn vinna venjulega dagvinnuviku, 40 stundir eftir stimpilklukku. Þeir sem eru í vaktavinnu vinna 38,5 stundir á viku. Sjónvarpsfréttamenn vinna að meðaltali 15 daga í mánuði, og vaktirnar eru upp í ellefu og hálfur tími, sem varla er styttri dagur en á NFS. Útvarpsfréttamenn vinna á ýmisskonar vöktum, sumir alla virka daga, sumir morgna, kvöld eða nætur. Enginn fréttamaður á Ríkisútvarpinu vinnur tólf daga í mánuði á fullum launum. Föst heildarlaun með vaktaálagi og öllu eru gjarnan frá 260 þúsund krónur og upp í rúmlega 300 þúsund á mánuði eftir áratuga starf í fréttum. Laun fyrir dagvinnu fara niður í 200 þúsund. Nær allir vinna meira en dagvinnu, en ná samt ekki launum gullmolanna sem NFS og Kastljósið hafa kastað á milli sín síðustu misserin. Tekið skal fram að starfsmenn í Kastljósi heyra ekki undir fréttasvið RÚV og Kastljósfólkið er ekki í Félagi fréttamanna. Undantekningarnar eru þegar fréttamenn hafa verið fengnir þangað úr almennu fréttunum, þá hafa þeir verið í félaginu áfram. En því miður er oftast nær aðkeypt fólk fengið í Kastljós. Samanburður þinn á frammistöðu NFS og RÚV í stórum þjóðfélagsmálum sýnir sjálfstraust sem örugglega er gott að hafa þegar ráðist er í risavaxin verkefni. En eitthvað skortir á raunveruleikatenginguna þegar þú segir að fjölmiðlar framtíðarinnar verði eins og NFS. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki eins og NFS. Það er ekki frjáls fjölmiðill sem á allt sitt undir Kæra Jóni og þarf að biðja hann um náðun ef dauðadómur er kveðinn upp. Frjáls fjölmiðill hefur trygga afkomu, óháða fréttamenn, gagnsæi í launum. Tilvera hans byggir á því að almenningur í landinu á rétt á hlutlægri, óháðri umfjöllun um hvaðeina sem máli skiptir í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir Kæra Jóni treysti ég honum ekki til að tryggja þetta. Raunar treysti ég ekki öðrum eigendum fjölmiðla eða fulltrúum þeirra heldur. Allt þetta fólk þarf aðhald fjölmiðla, sem aftur þurfa aðhald almennings. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki heldur eins og RÚV er núna, mikið nagað pólitískt bitbein til margra ára. En viðburðir síðustu ára í fjölmiðlaheiminum sýna okkur fyrst og fremst að fjölmiðlar verða sífellt tannlausari og lélegri í þeim ólgusjó óvissu, fjárhagserfiðleika og afskipta fjármála- og stjórnmálamanna sem þeir hafa siglt að undanförnu. Það sem þarf til að fjölmiðill geti verið góður er staðfesta í rekstri, góðir stjórnendur, þekking, reynsla, viðunandi vinnuumhverfi og síðast en ekki síst fagleg samstaða fjölmiðlafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Við á Ríkisútvarpinu erum fullkomlega sammála því að þjóðin þurfi frjálsa og óháða fjölmiðla. Einmitt þess vegna vil ég senda þér nokkrar línur. Í bréfi þínu Kæri Jón í blöðum, þar sem þú biður NFS griða - gætir ranghugmynda um starf okkar hér á RÚV sem skylt er að leiðrétta. Þú segir að fólki á NFS hafi þótt freistandi að ganga til liðs við RÚV, því þar vinni menn tólf daga í mánuði á fullum launum. NFS-menn vinni langan og strangan vinnudag og fleiri daga í mánuði en á RÚV. Þetta er rangt. Bæði sjónvarps- og útvarpsfréttamenn vinna venjulega dagvinnuviku, 40 stundir eftir stimpilklukku. Þeir sem eru í vaktavinnu vinna 38,5 stundir á viku. Sjónvarpsfréttamenn vinna að meðaltali 15 daga í mánuði, og vaktirnar eru upp í ellefu og hálfur tími, sem varla er styttri dagur en á NFS. Útvarpsfréttamenn vinna á ýmisskonar vöktum, sumir alla virka daga, sumir morgna, kvöld eða nætur. Enginn fréttamaður á Ríkisútvarpinu vinnur tólf daga í mánuði á fullum launum. Föst heildarlaun með vaktaálagi og öllu eru gjarnan frá 260 þúsund krónur og upp í rúmlega 300 þúsund á mánuði eftir áratuga starf í fréttum. Laun fyrir dagvinnu fara niður í 200 þúsund. Nær allir vinna meira en dagvinnu, en ná samt ekki launum gullmolanna sem NFS og Kastljósið hafa kastað á milli sín síðustu misserin. Tekið skal fram að starfsmenn í Kastljósi heyra ekki undir fréttasvið RÚV og Kastljósfólkið er ekki í Félagi fréttamanna. Undantekningarnar eru þegar fréttamenn hafa verið fengnir þangað úr almennu fréttunum, þá hafa þeir verið í félaginu áfram. En því miður er oftast nær aðkeypt fólk fengið í Kastljós. Samanburður þinn á frammistöðu NFS og RÚV í stórum þjóðfélagsmálum sýnir sjálfstraust sem örugglega er gott að hafa þegar ráðist er í risavaxin verkefni. En eitthvað skortir á raunveruleikatenginguna þegar þú segir að fjölmiðlar framtíðarinnar verði eins og NFS. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki eins og NFS. Það er ekki frjáls fjölmiðill sem á allt sitt undir Kæra Jóni og þarf að biðja hann um náðun ef dauðadómur er kveðinn upp. Frjáls fjölmiðill hefur trygga afkomu, óháða fréttamenn, gagnsæi í launum. Tilvera hans byggir á því að almenningur í landinu á rétt á hlutlægri, óháðri umfjöllun um hvaðeina sem máli skiptir í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir Kæra Jóni treysti ég honum ekki til að tryggja þetta. Raunar treysti ég ekki öðrum eigendum fjölmiðla eða fulltrúum þeirra heldur. Allt þetta fólk þarf aðhald fjölmiðla, sem aftur þurfa aðhald almennings. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki heldur eins og RÚV er núna, mikið nagað pólitískt bitbein til margra ára. En viðburðir síðustu ára í fjölmiðlaheiminum sýna okkur fyrst og fremst að fjölmiðlar verða sífellt tannlausari og lélegri í þeim ólgusjó óvissu, fjárhagserfiðleika og afskipta fjármála- og stjórnmálamanna sem þeir hafa siglt að undanförnu. Það sem þarf til að fjölmiðill geti verið góður er staðfesta í rekstri, góðir stjórnendur, þekking, reynsla, viðunandi vinnuumhverfi og síðast en ekki síst fagleg samstaða fjölmiðlafólks.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun