Diddú og Megas gagnrýna stjórn Skálholts harkalega 20. september 2006 07:15 Sigrún Hjálmtýsdóttir Tónlistarkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, telur að breytingar sem boðaðar hafa verið á starfsskipulagi í Skálholti verði til þess að draga til mikilla muna úr tónlistarlífi í Skálholti og jafnvel leggja það í rúst. „Ég hef haft einstaka ánægju af því að starfa með Skálholtskórnum og listafólki úr sveitunum í kring. Starfið sem hefur farið fram í Skálholti undir stjórn Hilmars Arnar er mjög göfugt. Þar hefur manngæska og kærleikur verið haft að leiðarljósi og skilað sér í ómetanlegu starfi fyrir íbúa í sveitinni. Ég held að það sé verið að rústa tónlistarlífi heils sveitarfélags með því að segja Hilmari Erni upp störfum,“ sagði Sigrún. Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Jónsson, Megas, sem nokkrum sinnum hefur komið fram í Skálholti á tónleikum, gagnrýnir vígslubiskupinn í Skálholti fyrir valdníðslu. „Mér finnst þessar breytingar vera eins og þær séu reiddar fram af einræðisherra sem vill sýna vald sitt án þess að hugsa nokkuð út í afleiðingarnar,“ segir Megas og bætir við að þetta muni skaða Þjóðkirkjuna. „Þetta er auðvitað mikið högg fyrir marga en þetta er enn meira högg fyrir Þjóðkirkjuna.“ Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu sagði stjórn Skálholts Hilmari Erni Agnarssyni dómorganista upp störfum vegna skipulagsbreytinga sem boðaðar hafa verið í Skálholti. Breytingarnar hafa fallið í grýttan jarðveg hjá heimamönnum en sóknarnefndarformaður Skálholtssóknar, Ingólfur Guðnason, segir stjórn Skálholts hafa farið á bak við sóknarnefndirnar í héraðinu með boðuðum breytingum. Því hefur Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, neitað og sagt breytingarnar hafa verið ræddar með sóknarnefndunum áður en þær komu til framkvæmda. Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann greinargerð um tónlistarlífið í Skálholti fyrir skömmu en hann var einn þeirra sem beðnir voru um að koma með tillögur að skipulagsbreytingum í Skálholti. „Mér var falið það sem fagmanni að gera úttekt á stöðu mála fyrir þá sem eru í stjórn Skálholts, og skoða tónlistarlífið í Skálholti út frá tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar. Ég legg það til að starfið í Skálholti verði enn öflugra, fyrir þá fjármuni sem Þjóðkirkjan er að setja í þetta starf, því þetta er eina starfið við íslenska kirkju sem Þjóðkirkjan borgar fyrir en ekki sóknirnar sjálfar. Ég legg það til að sá sem stýrir tónlistarlífi í Skálholti fái meira svigrúm til þess að starfa sem kirkjutónlistarmaður að eflingu staðarins sem æðsta kirkjutónlistarstaðar á Íslandi,“ segir Hörður og leggur áherslu á að hann hafi ekki komið að skipulagsbreytingunum með neinum hætti. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, fundar í dag með kirkjuráði Skálholtskirkju vegna málsins. Ekki náðist í biskup í gær. Innlent Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Tónlistarkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, telur að breytingar sem boðaðar hafa verið á starfsskipulagi í Skálholti verði til þess að draga til mikilla muna úr tónlistarlífi í Skálholti og jafnvel leggja það í rúst. „Ég hef haft einstaka ánægju af því að starfa með Skálholtskórnum og listafólki úr sveitunum í kring. Starfið sem hefur farið fram í Skálholti undir stjórn Hilmars Arnar er mjög göfugt. Þar hefur manngæska og kærleikur verið haft að leiðarljósi og skilað sér í ómetanlegu starfi fyrir íbúa í sveitinni. Ég held að það sé verið að rústa tónlistarlífi heils sveitarfélags með því að segja Hilmari Erni upp störfum,“ sagði Sigrún. Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Jónsson, Megas, sem nokkrum sinnum hefur komið fram í Skálholti á tónleikum, gagnrýnir vígslubiskupinn í Skálholti fyrir valdníðslu. „Mér finnst þessar breytingar vera eins og þær séu reiddar fram af einræðisherra sem vill sýna vald sitt án þess að hugsa nokkuð út í afleiðingarnar,“ segir Megas og bætir við að þetta muni skaða Þjóðkirkjuna. „Þetta er auðvitað mikið högg fyrir marga en þetta er enn meira högg fyrir Þjóðkirkjuna.“ Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu sagði stjórn Skálholts Hilmari Erni Agnarssyni dómorganista upp störfum vegna skipulagsbreytinga sem boðaðar hafa verið í Skálholti. Breytingarnar hafa fallið í grýttan jarðveg hjá heimamönnum en sóknarnefndarformaður Skálholtssóknar, Ingólfur Guðnason, segir stjórn Skálholts hafa farið á bak við sóknarnefndirnar í héraðinu með boðuðum breytingum. Því hefur Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, neitað og sagt breytingarnar hafa verið ræddar með sóknarnefndunum áður en þær komu til framkvæmda. Hörður Áskelsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, vann greinargerð um tónlistarlífið í Skálholti fyrir skömmu en hann var einn þeirra sem beðnir voru um að koma með tillögur að skipulagsbreytingum í Skálholti. „Mér var falið það sem fagmanni að gera úttekt á stöðu mála fyrir þá sem eru í stjórn Skálholts, og skoða tónlistarlífið í Skálholti út frá tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar. Ég legg það til að starfið í Skálholti verði enn öflugra, fyrir þá fjármuni sem Þjóðkirkjan er að setja í þetta starf, því þetta er eina starfið við íslenska kirkju sem Þjóðkirkjan borgar fyrir en ekki sóknirnar sjálfar. Ég legg það til að sá sem stýrir tónlistarlífi í Skálholti fái meira svigrúm til þess að starfa sem kirkjutónlistarmaður að eflingu staðarins sem æðsta kirkjutónlistarstaðar á Íslandi,“ segir Hörður og leggur áherslu á að hann hafi ekki komið að skipulagsbreytingunum með neinum hætti. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, fundar í dag með kirkjuráði Skálholtskirkju vegna málsins. Ekki náðist í biskup í gær.
Innlent Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira