Innlent

Nýtískulegur skóli á gömlum grunni

Hvanneyri
Hvanneyri
Landbúnaðarháskóli Íslands tók til starfa 1. janúar 2005. Rektor hans er doktor Ágúst Sigurðsson. Skólinn er vísindaleg fræðslu- og rannsóknastofnun á háskólastigi, auk þess sem þar er boðið upp á starfsmenntanám í búfræði og garðyrkjutengdum greinum auk endurmenntunar. Þar er hægt að taka BS próf á fjórum námsbrautum, það er búvísindum, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði/landgræðslu og umhverfisskipulagi en það er fornám að landslagsarkítektúr. Einnig er þar boðið upp á mastersnám og doktorsnám. Fimm námsleiðir eru á framhaldsskólastigi, það eru blómaskreytingar, búfræði, garðyrkjuframleiðsla, skógur/umhverfi og skrúðgarðyrkja. Aðalaðsetur skólans er á hinum sögufræga stað Hvanneyri í Borgarfirði, þar sem Búnaðarskólinn var stofnaður árið 1889.Undanfarin ár hafa verið byggðir upp nýtískulegir nemendagarðar á Hvanneyri með einstaklingsherbergjum og fjölskylduíbúðum auk sem leikskóli og barnaskóli eru reknir á staðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×