Innlent

Ráðstafana oft þörf áður en skaðinn er skeður

Bogi Nilsson ríkissaksóknari Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis.
Bogi Nilsson ríkissaksóknari Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis.

Það er hlutverk lögreglu að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi borgaranna, segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari, spurður álits á rannsókn lögreglu, sem sem beinst gæti að hugsanlegum undirbúningi hryðjuverka.

„Þá þarf lögregla oft á tíðum að grípa til einhverra ráðstafana áður en skaðinn er skeður,“ bætir ríkissaksóknari við og tekur fram að mál séu ekki innan marka embættisins fyrr en um sé að ræða rannsókn á afbroti. „Lögreglan hefur vissa almenna viðurkennda heimild samkvæmt lögreglulögunum til að fylgjast með með eðlilegum hætti og stemma stigu við afbrotum fyrir fram. Hún getur án vafa fylgst með þeim athöfnum manna með löglegum hætti, sem aðrir geta fylgst með.

Hins vegar getur verið erfitt að greina á milli hvenær lögregla er að fylgjast með máli og hvenær hún er farin að rannsaka það. En um leið og hún er farin að rannsaka afbrot hefur hún heimildir samkvæmt réttarfarslögum og þar með fer rannsóknin að skipta máli fyrir ákæruvaldið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×