Innlent

Tilboð í smíði opnuð í gær

Varðskipið Týr Varðskip Landhelgisgæslunnar eru Íslendingum hjartfólgin. Nú styttist í að nýtt og fullkomið skip bætist í flotann.
Varðskipið Týr Varðskip Landhelgisgæslunnar eru Íslendingum hjartfólgin. Nú styttist í að nýtt og fullkomið skip bætist í flotann. MYND/Vilhelm

Opnuð voru tilboð í smíði á nýju fjölnota varðskipi fyrir Landhelgisgæslu Íslands og dómsmálaráðuneytið í gær. Alls bárust fimm tilboð í smíðina frá fjórum skipasmíðastöðvum og eru fyrirtækin öll erlend.

Eftirtaldar skipasmíðastöðvar sendu inn tilboð: Simek A/S, Noregi, Damen Shipyards, Hollandi, Peene-Werft, Þýskalandi og Asmar, Chile. Þessi fyrirtæki voru valin eftir forval í janúar, en fimmtán fyrirtæki lýstu áhuga á verkinu.

Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir að nú taki við vinna við að meta þær úrlausnir sem verið er að bjóða. Þannig verður fundin einkunn sem segir til um hver fær verkið. Það er mikil vinna eftir og niðurstaða fæst ekki fyrr en eftir nokkrar vikur. Talið er að smíði nýs varðskips taki um þrjátíu mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×