Innlent

Mörg hryðjuverkamál til athugunar hjá lögreglunni

Mál sem varða þjóðaröryggi, þar með talið hugsanlega hryðjuverkastarfsemi, hafa komið reglulega upp hér á landi að undanförnu og verið til athugunar hjá lögregluyfirvöldum.

Mál manns sem Fréttablaðið greindi frá að væri til athugunar hjá lögreglu vegna síendurtekinna heimsókna hans inn á netsíður með leiðbeiningum um sprengiefni, er því aðeins eitt af mörgum slíkum. Mál sem lögregluyfirvöld hér hafa haft til meðferðar varða til að mynda grunsamlega einstaklinga eða hópa fólks sem komið hafa inn í landið. Þá hafa erlendar öryggisþjónustur kallað eftir samstarfi og eftirliti frá Íslandi, sé uppi grunur um fyrirhuguð hryðjuverk erlendis. Þær upplýsingar hafa kallað á skjót viðbrögð hér, meðal annars athugun á hvort fólk úr hryðjuverkahópum hafi hér viðkomu á leið sinni til þeirra staða þar sem á að láta til skarar skríða.

„Embætti ríkislögreglustjóra fær til meðferðar ýmis mál sem eiga sér ólíkan uppruna,“ segir Jón H. B. Snorrason, talsmaður embættisins. „Þetta mál sem Fréttablaðið sagði frá er dæmi um upplýsingar frá borgurum sem embættið hefur tekið til athugunar. Það reyndist ekki tilefni til aðgerða af hálfu lögreglu.“

Atli Gíslason hrl. segir að almenningur sé virkastur til eftirlits með málum af þessu tagi og engin þörf sé fyrir sérstaka öryggisdeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×