Innlent

Berjast um fyrsta sæti á lista

Pétur Blöndal
Pétur Blöndal

stjórnmál Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og alþingismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Pétur Blöndal sækjast eftir öðru sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Efnt verður til sameiginlegs prófkjörs fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin og mun annað sætið í því veita forystusæti á öðrum listanum. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun að líkindum sækjast einn eftir fyrsta sæti í prófkjörinu og skipa sama sæti á lista og í síðustu kosningum, það er fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Björn og Guðlaugur gefa kost á sér í annað sætið en Pétur í annað til þriðja sæti.

Björn Bjarnason, sem hefur setið á þingi síðan 1991, var í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar, á eftir Davíð Oddssyni. Guðlaugur Þór, sem er að ljúka sínu fyrsta kjörtímabili, var í þriðja sæti á sama lista. Pétur, sem hefur jafnlanga þingreynslu og Björn, var í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir síðustu kosningar, á eftir Geir Haarde.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×