Innlent

Norskir fjárfestar veðja á Geysi

Heimasíða Geysis Petroleum Olíuleitarfyrirtækið Geysir Petroleum var stofnað hér á landi og er með vefinn www.geysirpetroleum.is.
Heimasíða Geysis Petroleum Olíuleitarfyrirtækið Geysir Petroleum var stofnað hér á landi og er með vefinn www.geysirpetroleum.is.

Hópur norskra fagfjárfesta veðjar á olíu- og gasleit við Ísland og Færeyjar og hefur fjárfest í Geysi Petroleum sem stofnað var hér á landi árið 2004.

Geysir Petroleum er metið á um sex milljarða króna, en gangi eftir ýtrustu ráðagerðir félagsins segir Finansavisen að það gæti orðið yfir 400 milljarða króna virði.

Geysir er meðal fyrirtækja sem sýnt hafa olíuleit hér við land áhuga, en einn aðaleigandi félagsins er Sagex Petroleum AS, norskt fyrirtæki í orkuiðnaði. Félagið er sagt hyggja á skráningu á markað í Noregi, þar sem það er með aðalskrifstofu, á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×