Ótrúleg dramatík þegar KR tryggði annað sætið 24. september 2006 10:15 Fyrrum félagar berjast. Garðar Jóhannsson hjá Val fann sig ágætlega gegn sínum gömlu samherjum í KR í gær og skoraði meðal annars gott mark. Það kom mörgum á óvart að Teitur Þórðarson, þjálfari KR, skyldi hafa fengið ungan og lítt þekktan sóknarmann, Guðmund Pétursson að nafni, að láni frá ÍR rétt áður en lokað var fyrir leikmannaskipti í Landsbankadeildinni í lok júlí sl. Teitur hafði séð einhverja hæfileika í Guðmundi og vildi sjá hvort hann höndlaði gæðin í efstu deild. Hann hefur þó sennilega ekki órað fyrir því að hinn nítján ára gamli Breiðhyltingur ætti eftir að tryggja liði sínu 2. sæti Landsbankadeildarinnar og þar með réttinn til að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári. Sú varð hins vegar raunin þegar Guðmundur tryggði KR-ingum 2-2 jafntefli gegn Val í Laugardalnum í gær. „Það gerist ekki mikið betra en þetta,“ sagði hetjan Guðmundur við Fréttablaðið eftir leikinn en hann hafði varla undan að taka á móti faðmlögum félaga sinna í KR-liðinu. Guðmundur hafði komið inn á sem varamaður á 78. mínútu og þakkaði fyrir sig með því að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta hafi verið eftirminnilegasta mark sem ég hef skorað á ferlinum. Það er bara vonandi að ég nái einhvern tíma að toppa þetta,“ bætti Guðmundur við. Valsmenn voru eðlilega niðurlútir í leikslok eftir að hafa látið 2. sætið ganga sér úr greipum en þeir geta hins vegar engum nema sjálfum sér um kennt. Þeir voru miklu betri aðilinn í leiknum allt þar til Garðar Jóhannsson hafði komið þeim í 2-1 á 61. mínútu leiksins. Þá féll liðið í þá gryfju að detta aftar á völlinn, KR-ingar komust inn í leikinn og refsuðu heimamönnum grimmilega, eins og áður hefur komið fram. Leikurinn í gær var annars hin fínasta skemmtun enda tvö heitustu lið deildarinnar að mætast og sjálfstraustið eftir því. Valsmenn blésu í stórsókn frá fyrstu mínútu og komust verðskuldað yfir með marki Pálma Rafns Pálmasonar á 18. mínútu. Grétar Ólafur Hjartason jafnaði metin á 38. mínútu, úr fyrsta markskoti KR í leiknum, en á þeim tíma hafði Valur hins vegar átt 11 skot að marki. Yfirburðir Vals héldu áfram og skiluðu marki frá Garðari, eins og áður segir, en eftir það gaf liðið eftir. Teitur tók áhættu á lokakaflanum með því að setja aukinn kraft í sókn KR og átti hún eftir að borga sig og vel það. Taplaus hrina Valsmanna í deildinni frá því 5. júní hélt þó áfram en á endanum en segja má að það hafi verið jafnteflin sem reyndust þeim dýrkeypt á endanum. Lokasprettur KR var ekki mikið verri, 17 stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjunum skiluðu liðinu 2. sætinu, árangri sem Teitur Þórðarson hefur líklega ekki leyft sér að dreyma um þegar mótið var hálfnað. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira
Það kom mörgum á óvart að Teitur Þórðarson, þjálfari KR, skyldi hafa fengið ungan og lítt þekktan sóknarmann, Guðmund Pétursson að nafni, að láni frá ÍR rétt áður en lokað var fyrir leikmannaskipti í Landsbankadeildinni í lok júlí sl. Teitur hafði séð einhverja hæfileika í Guðmundi og vildi sjá hvort hann höndlaði gæðin í efstu deild. Hann hefur þó sennilega ekki órað fyrir því að hinn nítján ára gamli Breiðhyltingur ætti eftir að tryggja liði sínu 2. sæti Landsbankadeildarinnar og þar með réttinn til að leika í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári. Sú varð hins vegar raunin þegar Guðmundur tryggði KR-ingum 2-2 jafntefli gegn Val í Laugardalnum í gær. „Það gerist ekki mikið betra en þetta,“ sagði hetjan Guðmundur við Fréttablaðið eftir leikinn en hann hafði varla undan að taka á móti faðmlögum félaga sinna í KR-liðinu. Guðmundur hafði komið inn á sem varamaður á 78. mínútu og þakkaði fyrir sig með því að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta hafi verið eftirminnilegasta mark sem ég hef skorað á ferlinum. Það er bara vonandi að ég nái einhvern tíma að toppa þetta,“ bætti Guðmundur við. Valsmenn voru eðlilega niðurlútir í leikslok eftir að hafa látið 2. sætið ganga sér úr greipum en þeir geta hins vegar engum nema sjálfum sér um kennt. Þeir voru miklu betri aðilinn í leiknum allt þar til Garðar Jóhannsson hafði komið þeim í 2-1 á 61. mínútu leiksins. Þá féll liðið í þá gryfju að detta aftar á völlinn, KR-ingar komust inn í leikinn og refsuðu heimamönnum grimmilega, eins og áður hefur komið fram. Leikurinn í gær var annars hin fínasta skemmtun enda tvö heitustu lið deildarinnar að mætast og sjálfstraustið eftir því. Valsmenn blésu í stórsókn frá fyrstu mínútu og komust verðskuldað yfir með marki Pálma Rafns Pálmasonar á 18. mínútu. Grétar Ólafur Hjartason jafnaði metin á 38. mínútu, úr fyrsta markskoti KR í leiknum, en á þeim tíma hafði Valur hins vegar átt 11 skot að marki. Yfirburðir Vals héldu áfram og skiluðu marki frá Garðari, eins og áður segir, en eftir það gaf liðið eftir. Teitur tók áhættu á lokakaflanum með því að setja aukinn kraft í sókn KR og átti hún eftir að borga sig og vel það. Taplaus hrina Valsmanna í deildinni frá því 5. júní hélt þó áfram en á endanum en segja má að það hafi verið jafnteflin sem reyndust þeim dýrkeypt á endanum. Lokasprettur KR var ekki mikið verri, 17 stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjunum skiluðu liðinu 2. sætinu, árangri sem Teitur Þórðarson hefur líklega ekki leyft sér að dreyma um þegar mótið var hálfnað.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira