Innlent

Óþokkar dreifa glerbrotum í sandkassa

Brotin rúða.  Dröfn segir litla hjálp hafa verið í lögreglunni, leikvöllurinn sé illa upplýstur og erfitt að vakta hann á kvöldin og næturnar.
Brotin rúða. Dröfn segir litla hjálp hafa verið í lögreglunni, leikvöllurinn sé illa upplýstur og erfitt að vakta hann á kvöldin og næturnar.

Dagforeldrar í Síðuhverfi á Akureyri þurfa daglega að yfirfara leikvöll í hverfinu til að ganga úr skugga um að glerbrot og tæki til fíkniefnaneyslu stofni börnum ekki í hættu. Svo langt gangi skemmdarverkin að glerbrotum sé stundum dreift á markvissan hátt um sandkassa á leikvellinum.

Veggjakrot sé algengt og rúður í skúr brotnar að minnsta kosti mánaðarlega. Flöskur til hassneyslu og önnur fíkniefnatól finnist reglulega inni á leikvellinum.

Dröfn árnadóttir

Dröfn Árnadóttir, ritari Dagvistunar, félags dagforeldra á Akureyri og nágrenni, segir þetta alvarlega vandamál hafa viðgengist allt of lengi. „Við höfum beðið lögreglu um aðstoð en hún hefur lítið getað hjálpað. Svæðið er illa upplýst og erfitt að vakta það á kvöldin og næturnar. Við erum í rauninni bara að bíða eftir slysi.“

Hún segir félagið hafa verið í viðræðum við skólastjóra Síðuskóla um að kennarar ræði við börn í skólanum og fræði þau um mögulegar hættur á leikvöllum. „Við viljum skapa umræðu um málið og vekja alla til umhugsunar því þetta er grafalvarlegt vandamál."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×