Atvinnulausir verði virkir 25. september 2006 01:30 Signý Jóhannsdóttir Í sumar tóku gildi ný lög um atvinnuleysistryggingar. Breytingarnar eru byggðar á grunni laga frá 1997 um aukið þjónustuhlutverk vinnumiðlunar. Nú er í fyrsta skipti verið að kynna til sögunnar tekjutengdar atvinnuleysisbætur en fram til þessa hafa allir fengið sömu upphæð. Þá er gert ráð fyrir að hámarkstími á atvinnuleysisbótum styttist úr fimm árum í þrjú. Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir að með nýju lögunum verði atvinnuleysisbætur tekjutengdar fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis. Bæturnar geta þó aldrei orðið hærri en 185.400 krónur á mánuði og eftir þriggja mánaða atvinnuleysi fá allir sömu upphæð, 111.015 krónur. Ingvar segir þær breytingar einnig verða að þegar einstaklingur skrái sig atvinnulausan óski hann í leiðinni eftir aðstoð við að finna annað starf. Sá sem skráður er atvinnulaus þarf að vera virkur í atvinnuleit og gera starfsleitaráætlun. Þá er ekki lengur gerð krafa um vikulegar skráningar en viðkomandi verður að vera í sambandi við vinnumiðlun og gera grein fyrir stöðu sinni. Ingvar sverrisson Ingvar segir að með þessum breytingunum sé ætlast til þess að þeir sem sinni hlutverki atvinnuleysisskráningar skuli einnig styðja atvinnulaust fólk í atvinnuleit. Signý Jóhannsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, segir margar ákvarðanir enn á reiki í kringum nýju lögin. Sem dæmi má nefna að enn er ekki búið að skipa úthlutunarnefnd í Reykjavík sem mun þjónusta allt landið en það er ein af þeim hugmyndum sem upp hafa komið. Signý segir mánaðarlegar skráningar í stað vikulegra valda aukinni fjarlægð við þann atvinnulausa. Ég hef gert athugasemdir við þessar breytingar því skjólstæðingar okkar hafa verið ánægðir með að hafa skráningarnar vikulegar því þær séu fastur punktur í tilverunni. Signý segir lögin um vinnumarkaðsaðgerðir til bóta, svo fremi sem nægjanlegir fjármunir komi til að veita atvinnulausum atvinnuráðgjöf. Í tengslum við nýju lögin hefur komið fram sú hugmynd að fólk skrái sig atvinnulaust á netinu en ég held að það geti orðið erfitt fyrir eldra fólk og þá sem ekki hafa nægjanlega tölvukunnáttu. Innlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Í sumar tóku gildi ný lög um atvinnuleysistryggingar. Breytingarnar eru byggðar á grunni laga frá 1997 um aukið þjónustuhlutverk vinnumiðlunar. Nú er í fyrsta skipti verið að kynna til sögunnar tekjutengdar atvinnuleysisbætur en fram til þessa hafa allir fengið sömu upphæð. Þá er gert ráð fyrir að hámarkstími á atvinnuleysisbótum styttist úr fimm árum í þrjú. Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir að með nýju lögunum verði atvinnuleysisbætur tekjutengdar fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis. Bæturnar geta þó aldrei orðið hærri en 185.400 krónur á mánuði og eftir þriggja mánaða atvinnuleysi fá allir sömu upphæð, 111.015 krónur. Ingvar segir þær breytingar einnig verða að þegar einstaklingur skrái sig atvinnulausan óski hann í leiðinni eftir aðstoð við að finna annað starf. Sá sem skráður er atvinnulaus þarf að vera virkur í atvinnuleit og gera starfsleitaráætlun. Þá er ekki lengur gerð krafa um vikulegar skráningar en viðkomandi verður að vera í sambandi við vinnumiðlun og gera grein fyrir stöðu sinni. Ingvar sverrisson Ingvar segir að með þessum breytingunum sé ætlast til þess að þeir sem sinni hlutverki atvinnuleysisskráningar skuli einnig styðja atvinnulaust fólk í atvinnuleit. Signý Jóhannsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, segir margar ákvarðanir enn á reiki í kringum nýju lögin. Sem dæmi má nefna að enn er ekki búið að skipa úthlutunarnefnd í Reykjavík sem mun þjónusta allt landið en það er ein af þeim hugmyndum sem upp hafa komið. Signý segir mánaðarlegar skráningar í stað vikulegra valda aukinni fjarlægð við þann atvinnulausa. Ég hef gert athugasemdir við þessar breytingar því skjólstæðingar okkar hafa verið ánægðir með að hafa skráningarnar vikulegar því þær séu fastur punktur í tilverunni. Signý segir lögin um vinnumarkaðsaðgerðir til bóta, svo fremi sem nægjanlegir fjármunir komi til að veita atvinnulausum atvinnuráðgjöf. Í tengslum við nýju lögin hefur komið fram sú hugmynd að fólk skrái sig atvinnulaust á netinu en ég held að það geti orðið erfitt fyrir eldra fólk og þá sem ekki hafa nægjanlega tölvukunnáttu.
Innlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira