Valsmönnum spáð sigri 26. september 2006 06:00 meistararnir? Markús Máni Michaelsson og Óskar Bjarni Óskarsson, fyrirliði og þjálfari Vals sem er spáð titlinum í ár. MYND/GVA Árlegur kynningarfundur fyrir handboltatímabilið sem senn er að hefjast var haldinn í gær. Þar spáðu þjálfarar og fyrirliðar liða í deildunum um gengi liðanna í vetur. Skemmst er frá því að segja að Valsmönnum var spáð sigri í DHL-deild karla og Stjörnunni í DHL-deild kvenna. Aftureldingu var spáð sigri í 1. deild karla og FH 2. sætinu en tvö efstu liðin komast í úrvalsdeild að ári. Fylki og ÍR var spáð falli úr úrvalsdeildinni. Leikin er þreföld umferð í öllum deildum. Mér líst ágætlega á þessa spá en hafa ber í huga að menn reyndust ekki sannspáir í fyrra, sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. En það er alltaf gaman að þessum spám, hún markar alltaf upphaf tímabilsins og vonandi að hún rætist í ár. Þetta er það sem við stefnum að og við erum þakklátir fyrir að þjálfarar og fyrirliðar annarra liða hafa greinilega trú á okkur og okkar mannskap. Ég vil líka meina að stjórn handknattleiksdeildarinnar hafi unnið gott starf í sumar og fengið til liðsins marga skemmtilega leikmenn. Óskar segir þó ekki ólíklegt að raunveruleikinn verði annar en spáin sýnir. Það eru mörg hörkulið í deildinni sem eiga eftir að valda usla. Sem dæmi gætu HK og Stjarnan farið ofar en þeim er spáð. Ég held að það hafi ef til vill aldrei verið erfiðara að spá en núna í ár. Breytt fyrirkomulag er á Íslandsmótinu í ár en boðið verður upp á keppni í tveimur deildum í fyrsta sinn í langan tíma. Mér fannst reyndar mjög gaman í fyrra en það hafa margir beðið eftir því að fá tvær deildir. Átta liða deild býður upp á mikla spennu og því vona ég að verði gaman í vetur. Fjórtán lið voru í DHL-deild karla í fyrra og hafa nú tvö þeirra, KA og Þór, sameinast í eitt lið, Akureyri. Það keppir í úrvalsdeildinni en fimm lið frá því í fyrra keppa nú í 1. deildinni auk þriggja nýrra. Það eru Grótta, Höttur og Haukar 2 en tvö síðastnefndu liðin hafa undanfarin ár keppt í utandeildinni. Viðbúið er að fimm lið verði í sérflokki í DHL-deild kvenna en þar keppa níu lið í ár. Tíu lið voru í deildinni í fyrra og aðeins tvöföld umferð þannig að dagskráin verður þéttari hjá konunum í vetur. Fækkunina má skýra með því að tvö lið hafa sameinast undir merkjum Akureyrar. Spáin staðfestir grun okkar í Stjörnunni að við erum á réttri lið með liðið okkar, sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar. Ég býst við því að 4-5 lið eru með hvað bestan mannskap en það telur ekki alltaf. Ung lið eins og Fram og HK gætu vel spýtt í lófana og strítt hinum liðunum. En ég tel að Grótta muni mæta gríðarlega sterkt til leiks í vetur. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Sjá meira
Árlegur kynningarfundur fyrir handboltatímabilið sem senn er að hefjast var haldinn í gær. Þar spáðu þjálfarar og fyrirliðar liða í deildunum um gengi liðanna í vetur. Skemmst er frá því að segja að Valsmönnum var spáð sigri í DHL-deild karla og Stjörnunni í DHL-deild kvenna. Aftureldingu var spáð sigri í 1. deild karla og FH 2. sætinu en tvö efstu liðin komast í úrvalsdeild að ári. Fylki og ÍR var spáð falli úr úrvalsdeildinni. Leikin er þreföld umferð í öllum deildum. Mér líst ágætlega á þessa spá en hafa ber í huga að menn reyndust ekki sannspáir í fyrra, sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. En það er alltaf gaman að þessum spám, hún markar alltaf upphaf tímabilsins og vonandi að hún rætist í ár. Þetta er það sem við stefnum að og við erum þakklátir fyrir að þjálfarar og fyrirliðar annarra liða hafa greinilega trú á okkur og okkar mannskap. Ég vil líka meina að stjórn handknattleiksdeildarinnar hafi unnið gott starf í sumar og fengið til liðsins marga skemmtilega leikmenn. Óskar segir þó ekki ólíklegt að raunveruleikinn verði annar en spáin sýnir. Það eru mörg hörkulið í deildinni sem eiga eftir að valda usla. Sem dæmi gætu HK og Stjarnan farið ofar en þeim er spáð. Ég held að það hafi ef til vill aldrei verið erfiðara að spá en núna í ár. Breytt fyrirkomulag er á Íslandsmótinu í ár en boðið verður upp á keppni í tveimur deildum í fyrsta sinn í langan tíma. Mér fannst reyndar mjög gaman í fyrra en það hafa margir beðið eftir því að fá tvær deildir. Átta liða deild býður upp á mikla spennu og því vona ég að verði gaman í vetur. Fjórtán lið voru í DHL-deild karla í fyrra og hafa nú tvö þeirra, KA og Þór, sameinast í eitt lið, Akureyri. Það keppir í úrvalsdeildinni en fimm lið frá því í fyrra keppa nú í 1. deildinni auk þriggja nýrra. Það eru Grótta, Höttur og Haukar 2 en tvö síðastnefndu liðin hafa undanfarin ár keppt í utandeildinni. Viðbúið er að fimm lið verði í sérflokki í DHL-deild kvenna en þar keppa níu lið í ár. Tíu lið voru í deildinni í fyrra og aðeins tvöföld umferð þannig að dagskráin verður þéttari hjá konunum í vetur. Fækkunina má skýra með því að tvö lið hafa sameinast undir merkjum Akureyrar. Spáin staðfestir grun okkar í Stjörnunni að við erum á réttri lið með liðið okkar, sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar. Ég býst við því að 4-5 lið eru með hvað bestan mannskap en það telur ekki alltaf. Ung lið eins og Fram og HK gætu vel spýtt í lófana og strítt hinum liðunum. En ég tel að Grótta muni mæta gríðarlega sterkt til leiks í vetur.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Sjá meira