Viðskipti erlent

Umframeftirspurn í útboði Sparikassans

Höfuðstaður Færeyja Mikill áhugi reyndist fyrir hlutafjársölu í Föroya Sparikassi, stærsta banka Færeyja sem stefnir að skráningu í Kauphöllina.
Höfuðstaður Færeyja Mikill áhugi reyndist fyrir hlutafjársölu í Föroya Sparikassi, stærsta banka Færeyja sem stefnir að skráningu í Kauphöllina.

Sökum mikillar eftirspurnar fjárfesta eftir hlutabréfum í Föroya Sparikassi ákváðu stjórnendur Sparikassagrunnsins, stærsta hluthafans, að selja sautján prósenta hlut í stað tíu prósenta.

Salan var liður í því að gera Sparikassann, stærsta fjármálafyrirtæki Færeyja, skráningarhæfan í Kauphöll Íslands á næsta ári.

Alls stefndi Sparikassa­grunn­urin, sem er sjálfseignarstofnun, að því að selja hluti fyrir 225 milljónir danskra króna en þegar uppi var staðið nam fjárhæðin 400 milljónum. Nemur það 4,8 milljörðum króna. Við þetta fer hlutur Sparikassagrunnsins niður í 63 prósent af heildarhlutafé Sparikassans.

Íslendingar sýndu útboðinu nokkurn áhuga og sóttust bankar, fjárfestingafélög og einstaklingar eftir bréfum. Má þar nefna sparisjóði og KB banka. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×