Úhlutun Kópavogsbæjar á lóðum ólögmæt 22. nóvember 2006 16:20 Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. Ung hjón stefndu bænum þar sem þau töldu að brotið hefði verið á sér í úthlutun byggingarréttar einbýlishúsalóðum við Kópavogsbakka á Kópavogstúni, en aðrir fengu tvær lóðir sem þau sóttu um. Bentu þau á að við mat á umsóknum hefði átt að líta til fjölskyldustærðar, núverandi húsnæðisaðstöðu, þess hvort viðkomandi hefði áður sótt um lóð í bæjarfélaginu og ekki fengið og hverjir möguleikar umsækjanda væru á því að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Töldu þau sig standa framar þeim sem fengu lóðirnar í öllum þessum atriðum, meðal annars vegna þess að þau ættu tvö ung börn, þar af annað fatlað. Kópavogsbær hélt því hins vegar fram að fólkið hefði ekki farið að úthlutunarreglum með því meðal annars að tilgreina fleiri en tvær varalóðir á umsókn sinni. Þá hefði ekki verið getið í umsókn fólksins um sérstakar fjölskylduaðstæður þess og bréf frá lögmanni þeirra þar að lútandi hefði komið of seint til þess að hægt væri að taka tillit til þess. Héraðsdómur komst hins vegar að því að reglur um lóðir til vara í umsóknum væru óskýrar og því yrði bæjarráð Kópavogs að bera hallan af því. Engin vinnugögn lægju fyrir um það hjá bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs um hvernig mat á úthlutun lóðanna var háttað og þá hefðu bæjaryfirvöld neitað að láta af hendi umsóknir lóðarhafa og gögn þeim tengd. Óumdeilt væri einnig að stefnendur hefðu komið upplýsingum um fjölskylduaðstæður sínar í tæka tíð. Því hefði ákvörðun bæjarstjórnar verið ólögmæt og ekki í samræmi við góða og gagnsæja stjórnsýsluhætti. Þótt ekki væri hægt að slá því föstu að stefnendur hefðu átt að fá lóðirnar hefði Kópavogsbær átt að láta draga um þær. Héraðsdómur Reykjaness sagði hins vegar að stefnendum hefði ekki tekist að sýna fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni og því var skaðabótakröfu vísað frá en stefnendum voru hins vegar dæmdar 450 þúsund krónur í málskostnað. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. Ung hjón stefndu bænum þar sem þau töldu að brotið hefði verið á sér í úthlutun byggingarréttar einbýlishúsalóðum við Kópavogsbakka á Kópavogstúni, en aðrir fengu tvær lóðir sem þau sóttu um. Bentu þau á að við mat á umsóknum hefði átt að líta til fjölskyldustærðar, núverandi húsnæðisaðstöðu, þess hvort viðkomandi hefði áður sótt um lóð í bæjarfélaginu og ekki fengið og hverjir möguleikar umsækjanda væru á því að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Töldu þau sig standa framar þeim sem fengu lóðirnar í öllum þessum atriðum, meðal annars vegna þess að þau ættu tvö ung börn, þar af annað fatlað. Kópavogsbær hélt því hins vegar fram að fólkið hefði ekki farið að úthlutunarreglum með því meðal annars að tilgreina fleiri en tvær varalóðir á umsókn sinni. Þá hefði ekki verið getið í umsókn fólksins um sérstakar fjölskylduaðstæður þess og bréf frá lögmanni þeirra þar að lútandi hefði komið of seint til þess að hægt væri að taka tillit til þess. Héraðsdómur komst hins vegar að því að reglur um lóðir til vara í umsóknum væru óskýrar og því yrði bæjarráð Kópavogs að bera hallan af því. Engin vinnugögn lægju fyrir um það hjá bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs um hvernig mat á úthlutun lóðanna var háttað og þá hefðu bæjaryfirvöld neitað að láta af hendi umsóknir lóðarhafa og gögn þeim tengd. Óumdeilt væri einnig að stefnendur hefðu komið upplýsingum um fjölskylduaðstæður sínar í tæka tíð. Því hefði ákvörðun bæjarstjórnar verið ólögmæt og ekki í samræmi við góða og gagnsæja stjórnsýsluhætti. Þótt ekki væri hægt að slá því föstu að stefnendur hefðu átt að fá lóðirnar hefði Kópavogsbær átt að láta draga um þær. Héraðsdómur Reykjaness sagði hins vegar að stefnendum hefði ekki tekist að sýna fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni og því var skaðabótakröfu vísað frá en stefnendum voru hins vegar dæmdar 450 þúsund krónur í málskostnað.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira