Hagnaður Landsbankans eykst um 16 prósent 26. október 2006 09:20 Landsbanki Íslands. Hagnaður Landsbanka Íslands nam 26,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 16 prósenta aukning frá síðasta ári. Bankastjórar Landsbanks segja afkomuna góða og hafi aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar batnað eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. Þá nam hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi rúmum 5,7 milljörðum króna sem er 2,1 milljarði minna en greiningardeild KB banka reiknaði með. Í tilkynningu frá bankanum kemur m.a. fram að hagnaður fyrir skatta hafi numið 32,2 milljörðum króna samanborið við 23,3 milljarða krónur á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi nam hins vegar rúmum 7,2 milljörðum króna. Þá námu grunntekjur Landsbankasamstæðunnar (vaxtamunur og þjónustugjöld) á fyrstu níu mánuðum ársins 52,3 milljörðum króna en það er 24,6 milljarða króna aukning á milli ára og 89 prósentum meira en á síðasta ári. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 33 prósent á ársgrunni. Kostnaðarhlutfall tímabilsins reiknast 42,7 prósent en gengismunur og fjárfestingatekjur námu 12,3 milljörðum króna samanborið við 13,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Þá námu tekjur Landsbankans af erlendri starfsemi 30,2 milljörðum króna eða 47 prósentum af heildartekjum bankans samanborið við 6,7 milljarða króna og 16 prósent á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Heildareignir Landsbankans námu námu 1.962 milljörðum króna í lok september síðastliðins og hafa þær aukist um 557 milljarða króna það sem af er ári. Að stórum hluta er aukningin tilkomin vegna veikingar íslensku krónunnar og tilheyrandi verðbólguáhrifa. Heildareignir námu 22,1 milljarði evra í lok september 2006 samanborið við 18,8 milljarða evra í byrjun ársins, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þá jukustu innlán viðskiptavina um 54 prósent á tímabilinu. Þau námu 513 milljörðum króna í lok september 2006 og nema innlánin tæplega 40 prósentum af heildarútlánum til viðskiptavina. Eiginfjárhlutfall Landsbankans (CAD) var 15,0 prósent í lok september 2006. Í fréttatilkynningunni er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoma Landsbankans það sem af er ári sé mjög góð og endurspegli það góða afkomu og vöxt erlendra dótturfélaga og erlendra starfsstöðva móðurfélagsins. „Undanfarið höfum við lagt mikla áherslu á að fjölga fjármögnunarleiðum bæði með skuldabréfaútgáfum á nýjum mörkuðum og innlánaafurðum á þeim mörkuðum sem við störfum. Stefnir bankinn á að auka það hlutfall enn frekar. Nýjasta innlánaafurð bankans á Bretlandsmarkaði, Icesave, hefur vakið mikla athygli og lofar góðu um framhaldið," segir Sigurjón. Þá segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, sömuleiðis að aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar hafi haldið áfram að batna eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. „Bankinn lauk við fyrstu útgáfu sína á bandaríska skuldabréfamarkaðnum á nýliðnum ársfjórðungi. Um var að ræða 2,25 milljarða dollara lán, en heildareftirspurn í útboði lánsins nam um 4 milljörðum dollara. Ber það vott um hversu gott aðgengi Landsbankinn hefur að erlendum lánamörkuðum," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Hagnaður Landsbanka Íslands nam 26,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 16 prósenta aukning frá síðasta ári. Bankastjórar Landsbanks segja afkomuna góða og hafi aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar batnað eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. Þá nam hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi rúmum 5,7 milljörðum króna sem er 2,1 milljarði minna en greiningardeild KB banka reiknaði með. Í tilkynningu frá bankanum kemur m.a. fram að hagnaður fyrir skatta hafi numið 32,2 milljörðum króna samanborið við 23,3 milljarða krónur á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi nam hins vegar rúmum 7,2 milljörðum króna. Þá námu grunntekjur Landsbankasamstæðunnar (vaxtamunur og þjónustugjöld) á fyrstu níu mánuðum ársins 52,3 milljörðum króna en það er 24,6 milljarða króna aukning á milli ára og 89 prósentum meira en á síðasta ári. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 33 prósent á ársgrunni. Kostnaðarhlutfall tímabilsins reiknast 42,7 prósent en gengismunur og fjárfestingatekjur námu 12,3 milljörðum króna samanborið við 13,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Þá námu tekjur Landsbankans af erlendri starfsemi 30,2 milljörðum króna eða 47 prósentum af heildartekjum bankans samanborið við 6,7 milljarða króna og 16 prósent á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Heildareignir Landsbankans námu námu 1.962 milljörðum króna í lok september síðastliðins og hafa þær aukist um 557 milljarða króna það sem af er ári. Að stórum hluta er aukningin tilkomin vegna veikingar íslensku krónunnar og tilheyrandi verðbólguáhrifa. Heildareignir námu 22,1 milljarði evra í lok september 2006 samanborið við 18,8 milljarða evra í byrjun ársins, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þá jukustu innlán viðskiptavina um 54 prósent á tímabilinu. Þau námu 513 milljörðum króna í lok september 2006 og nema innlánin tæplega 40 prósentum af heildarútlánum til viðskiptavina. Eiginfjárhlutfall Landsbankans (CAD) var 15,0 prósent í lok september 2006. Í fréttatilkynningunni er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoma Landsbankans það sem af er ári sé mjög góð og endurspegli það góða afkomu og vöxt erlendra dótturfélaga og erlendra starfsstöðva móðurfélagsins. „Undanfarið höfum við lagt mikla áherslu á að fjölga fjármögnunarleiðum bæði með skuldabréfaútgáfum á nýjum mörkuðum og innlánaafurðum á þeim mörkuðum sem við störfum. Stefnir bankinn á að auka það hlutfall enn frekar. Nýjasta innlánaafurð bankans á Bretlandsmarkaði, Icesave, hefur vakið mikla athygli og lofar góðu um framhaldið," segir Sigurjón. Þá segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, sömuleiðis að aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar hafi haldið áfram að batna eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. „Bankinn lauk við fyrstu útgáfu sína á bandaríska skuldabréfamarkaðnum á nýliðnum ársfjórðungi. Um var að ræða 2,25 milljarða dollara lán, en heildareftirspurn í útboði lánsins nam um 4 milljörðum dollara. Ber það vott um hversu gott aðgengi Landsbankinn hefur að erlendum lánamörkuðum," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira