Reglur um innihald og magn vökva í flugi breytast 26. október 2006 15:05 MYND/Jón Flugmálastjórn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að breyttar reglur um innihald og magn vökva sem farþegar mega hafa með sér í flug taki gildi innan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna þann 6. nóvember. Reglur sem takmarka stærð handfarangurs sem farþegar mega taka með sér í flug taka gildi 6. maí 2007.Reglurnar gilda um allt millilandaflug til og frá Íslandi og um öll flug innan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna. Þær eru sem hér segir:· Hver eining umbúða sem farþegar hafa með sér í handfarangri mega að hámarki rúma 100 millilítra (1dl) af vökva.· Umbúðirnar sem hafðar eru meðferðis skulu vera í glærum poka með plastrennilás sem rúmar að hámarki einn (1) lítra.· Hverjum farþega er heimilt að hafa með sér einn slíkan poka í handfarangri.· Farþegum ber að afhenda öryggisvörðum pokann við öryggishlið til sérstakrar skimunar.· Farþegum er skylt að fara úr frökkum, jökkum og öðrum yfirhöfnum og afhenda öryggisvörðum til sérstakrar skimunar ásamt öðrum handfarangri.· Farþegum er skylt að fjarlægja fartölvur og önnur stærri rafeindatæki úr handfarangri og afhenda öryggisvörðum til sérstakrar skimunar við öryggishlið.· Stærð hverrar einingar handfarangurs sem farþegar mega bera með sér um borð í flugvél mun takmarkast við hámarks stærð sem er 56cm x 45cm x 25cm, þar með talin eru hjól og handföng sem kunna að vera á farangrinum. Þessi breyting tekur gildi 6. maí 2007.„Þessar breyttu reglur takmarka það sem farþegum er heimilt að bera með sér í handfarangri inn fyrir öryggishlið. Farþegum verður eftir sem áður heimilt að kaupa vökva í stærri umbuðum en að framan greinir sem seldar eru í verslunum innan öryggissvæðis flugstöðva. Farþegar munu geta kynnt sér nánari reglur þar um á heimasíðum Flugmálastjórnar Íslands, flugvalla og flugrekenda þegar nær dregur," segir í tilkynningu Flugmálastjórnar.Nánari upplýsingar um framangreindar reglur og leiðbeiningar verður hægt að nálgast á heimasíðu Flugmálastjórnar Íslands (www.flugmalastjorn.is). Þar verður einnig listi yfir þá staði þar sem upplýsingabæklingur liggur frammi um reglurnar. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Flugmálastjórn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að breyttar reglur um innihald og magn vökva sem farþegar mega hafa með sér í flug taki gildi innan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna þann 6. nóvember. Reglur sem takmarka stærð handfarangurs sem farþegar mega taka með sér í flug taka gildi 6. maí 2007.Reglurnar gilda um allt millilandaflug til og frá Íslandi og um öll flug innan Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna. Þær eru sem hér segir:· Hver eining umbúða sem farþegar hafa með sér í handfarangri mega að hámarki rúma 100 millilítra (1dl) af vökva.· Umbúðirnar sem hafðar eru meðferðis skulu vera í glærum poka með plastrennilás sem rúmar að hámarki einn (1) lítra.· Hverjum farþega er heimilt að hafa með sér einn slíkan poka í handfarangri.· Farþegum ber að afhenda öryggisvörðum pokann við öryggishlið til sérstakrar skimunar.· Farþegum er skylt að fara úr frökkum, jökkum og öðrum yfirhöfnum og afhenda öryggisvörðum til sérstakrar skimunar ásamt öðrum handfarangri.· Farþegum er skylt að fjarlægja fartölvur og önnur stærri rafeindatæki úr handfarangri og afhenda öryggisvörðum til sérstakrar skimunar við öryggishlið.· Stærð hverrar einingar handfarangurs sem farþegar mega bera með sér um borð í flugvél mun takmarkast við hámarks stærð sem er 56cm x 45cm x 25cm, þar með talin eru hjól og handföng sem kunna að vera á farangrinum. Þessi breyting tekur gildi 6. maí 2007.„Þessar breyttu reglur takmarka það sem farþegum er heimilt að bera með sér í handfarangri inn fyrir öryggishlið. Farþegum verður eftir sem áður heimilt að kaupa vökva í stærri umbuðum en að framan greinir sem seldar eru í verslunum innan öryggissvæðis flugstöðva. Farþegar munu geta kynnt sér nánari reglur þar um á heimasíðum Flugmálastjórnar Íslands, flugvalla og flugrekenda þegar nær dregur," segir í tilkynningu Flugmálastjórnar.Nánari upplýsingar um framangreindar reglur og leiðbeiningar verður hægt að nálgast á heimasíðu Flugmálastjórnar Íslands (www.flugmalastjorn.is). Þar verður einnig listi yfir þá staði þar sem upplýsingabæklingur liggur frammi um reglurnar.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira