Innlent

Skjöl um símahleranir 1949 til 1968 verða birt

Þjóðskjalasafnið hefur ákveðið að birta skjöl um símhleranir frá árunum 1949 til 1968.

Safnið segir að ákvörðunin sé tekin í samræmi við þá skoðun Menntamálaráðuneytisins sem birtist í úrskurði vegna stjórnsýslukæru Kjartans Ólafssonar, að veita skuli aðgang að gögnunum meðal annars að teknu tilliti til 71. gr. stjórnarskrár um friðhelgi einkalífsins.

Þjóðskjalasafnið hefur því ákveðið að birta þessi skjöl í heild sinni, en hefur afmáð persónugreinanlegar upplýsingar um þá sem hlerað var hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×