Hvað á vitleysan að ganga langt? 24. nóvember 2006 05:30 Landsmönnum er vel kunnugt um bæði óréttlætið og byggðaeyðinguna sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Einhverjir hugga sig við að það sé ákveðinn fórnarkostnaður fyrir meinta hagræðingu af kvótakerfinu. Geir Haarde forsætisráðherra gat samt ekki fært nein rök fyrir neinum ávinningi af kerfinu þegar honum var gefinn kostur á því, enda hafa tekjur sjávarútvegsins ekkert aukist á undanförnum árum á meðan skuldir hafa hlaðist upp. Skuldaaukning síðasta áratuginn svarar brátt til tveggja Kárahnjúkastíflna. Enn aðrir hugga sig við að kerfið sé reist á einhverjum vísindalegum grunni og miðist við að byggja upp fiskistofnana. Þessi uppbygging hefur ekki gengið eftir enda er engin von til þess að áætlanabúskapur Hafró í undirdjúpunum með villta dýrastofna geti gengið eitthvað betur en áætlanabúskapur Stalíns á þurru landi. Kerfið stendur vægast sagt á völtum fótum líffræðilega, enda gengur það í berhögg við viðtekna vistfræði. Í umræðum á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra haldið því fram að hvalir éti meiri fisk en landsmenn afla. Það eru líka staðreyndir að spendýr sjávarins og fuglar himinsins éta ekki bara margfalt heldur tugfalt meira en það sem maðurinn tekur til sín af gæðum hafsins. Í hinu flókna orkuflæði og samspili ólíkra lífvera hafsins er augljóst að sjávarspendýr og fuglarnir eru aukaleikarar í því orkuflæði sem fram fer í hafinu, þar sem fiskarnir sjálfir hljóta að vera aðalleikararnir. Það má færa fullgild rök fyrir því að þorskstofninn þurfi að éta í viku hverri sambærilegt magn og ársafli Íslendinga er úr sama stofni. Þannig skiptir ekki öllu máli hvort við veiðum 193.000 tonn af þorski á yfirstandandi fiskveiðiári eða þess vegna helmingi meira, þar sem þá yrði meiri fæða fyrir þá sem eftir yrðu og framleiðslan í stofninum myndi vaxa. Á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra farið mjög hallloka í þeim umræðum sem fram hafa farið um ofangreindar staðreyndir en flóttaleið ráðherra hefur verið að hafrannsóknir séu háðar óvissu og að von sé á niðurstöðum eftir einhver ár. Það er ekki rétt að það þurfi að bíða í mörg ár. Staðreyndirnar blasa við hverjum sem vilja sjá að áhrif fiskveiðanna eru minniháttar miðað við aðra krafta. Það skýtur því skökku við þegar verið er að ákvarða upp á kíló hvað hver sjómaður má veiða af ákveðinni tegund út frá kerfi, sem stendur á svo veikum grunni og hvað þá að það þurfi að leggja heilu hluta landsins í rúst, kerfisins vegna. Íslenska kvótakerfið er vitleysistilraun sem hefur ekki gengið upp og engin von til þess að gangi upp, þar sem hún stríðir gegn lögmálum náttúrunnar. Fleiri tilraunir, álíka vitlausar, hafa verið gerðar í smærri skala á síðustu árum, s.s. þegar reynt var að gefa villtum þorski loðnu í Arnarfirði til þess að koma í veg fyrir að þorskurinn æti rækjuna í sama firði. Niðurstaða þeirrar tilraunar var að viðbótarfæðan sem þorskurinn fékk gaf honum aukinn kraft til þess að ráðast að rækjunni með enn meira afli - og klára hana. Sú spurning verður æ áleitnari - hvað þarf þessi vitleysa að ganga langt? Höfundur er alþingismaðurv Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Landsmönnum er vel kunnugt um bæði óréttlætið og byggðaeyðinguna sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Einhverjir hugga sig við að það sé ákveðinn fórnarkostnaður fyrir meinta hagræðingu af kvótakerfinu. Geir Haarde forsætisráðherra gat samt ekki fært nein rök fyrir neinum ávinningi af kerfinu þegar honum var gefinn kostur á því, enda hafa tekjur sjávarútvegsins ekkert aukist á undanförnum árum á meðan skuldir hafa hlaðist upp. Skuldaaukning síðasta áratuginn svarar brátt til tveggja Kárahnjúkastíflna. Enn aðrir hugga sig við að kerfið sé reist á einhverjum vísindalegum grunni og miðist við að byggja upp fiskistofnana. Þessi uppbygging hefur ekki gengið eftir enda er engin von til þess að áætlanabúskapur Hafró í undirdjúpunum með villta dýrastofna geti gengið eitthvað betur en áætlanabúskapur Stalíns á þurru landi. Kerfið stendur vægast sagt á völtum fótum líffræðilega, enda gengur það í berhögg við viðtekna vistfræði. Í umræðum á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra haldið því fram að hvalir éti meiri fisk en landsmenn afla. Það eru líka staðreyndir að spendýr sjávarins og fuglar himinsins éta ekki bara margfalt heldur tugfalt meira en það sem maðurinn tekur til sín af gæðum hafsins. Í hinu flókna orkuflæði og samspili ólíkra lífvera hafsins er augljóst að sjávarspendýr og fuglarnir eru aukaleikarar í því orkuflæði sem fram fer í hafinu, þar sem fiskarnir sjálfir hljóta að vera aðalleikararnir. Það má færa fullgild rök fyrir því að þorskstofninn þurfi að éta í viku hverri sambærilegt magn og ársafli Íslendinga er úr sama stofni. Þannig skiptir ekki öllu máli hvort við veiðum 193.000 tonn af þorski á yfirstandandi fiskveiðiári eða þess vegna helmingi meira, þar sem þá yrði meiri fæða fyrir þá sem eftir yrðu og framleiðslan í stofninum myndi vaxa. Á Alþingi hefur sjávarútvegsráðherra farið mjög hallloka í þeim umræðum sem fram hafa farið um ofangreindar staðreyndir en flóttaleið ráðherra hefur verið að hafrannsóknir séu háðar óvissu og að von sé á niðurstöðum eftir einhver ár. Það er ekki rétt að það þurfi að bíða í mörg ár. Staðreyndirnar blasa við hverjum sem vilja sjá að áhrif fiskveiðanna eru minniháttar miðað við aðra krafta. Það skýtur því skökku við þegar verið er að ákvarða upp á kíló hvað hver sjómaður má veiða af ákveðinni tegund út frá kerfi, sem stendur á svo veikum grunni og hvað þá að það þurfi að leggja heilu hluta landsins í rúst, kerfisins vegna. Íslenska kvótakerfið er vitleysistilraun sem hefur ekki gengið upp og engin von til þess að gangi upp, þar sem hún stríðir gegn lögmálum náttúrunnar. Fleiri tilraunir, álíka vitlausar, hafa verið gerðar í smærri skala á síðustu árum, s.s. þegar reynt var að gefa villtum þorski loðnu í Arnarfirði til þess að koma í veg fyrir að þorskurinn æti rækjuna í sama firði. Niðurstaða þeirrar tilraunar var að viðbótarfæðan sem þorskurinn fékk gaf honum aukinn kraft til þess að ráðast að rækjunni með enn meira afli - og klára hana. Sú spurning verður æ áleitnari - hvað þarf þessi vitleysa að ganga langt? Höfundur er alþingismaðurv
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar