Innlent

Sektir upp á hálfa milljón

Ársreikningaskrá fær heimild frá og með næsta ári til að leggja sektir á félög, er virða ekki skilafrest á ársreikningum, nái frumvarp fjármálaráðherra fram að ganga. Sektarupphæðin getur numið allt að hálfri milljón króna en fjárhæðin mun ráðast af stærð félaga.

Í gær höfðu 49 prósent félaga skilað inn ársreikningi vegna rekstrarársins 2005, samkvæmt tölum frá Lánstrausti. Síðasti skiladagur rann út 1. september en þá höfðu tæp níu prósent félaga skilað. Skilahlutfall er margfalt hærra í Skandinavíu þar sem stjórnvöld beita sektum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×