Innlent

Þemavika í Hjallaskóla

Nemendur í Hjallaskóla
Nemendur í Hjallaskóla

Í síðustu viku voru haldnir sérstakir þemadagar í Hjallaskóla í Kópavogi og unnu nemendur skólans alla þá viku að margvíslegum verkefnum tengdum menningu í aldursblönduðum hópum.

Nemendur í 1. og 2. bekk unnu að verkefni tengdu umferðarmenningu, 3. og 4. bekkur settu á svið leikrit og sóttu heim ýmis söfn, 5. og 6. bekkur settu upp söngleikinn Grease auk þess sem þau kvikmynduðu sína útfærslu á Djáknanum á Myrká, nemendur í 7. og 8. bekk settu sígild ævintýri í nútímabúning og 9. og 10. bekkur kynntu sér unglingamenningu á þremur mismunandi tímabilum.

Í lok vikunnar var svo aðstandendum boðið til sýningar þar sem afrakstur vinnunnar var sýndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×