Íslendingar vinna mest allra í Evrópu 24. nóvember 2006 01:45 Samkvæmt sérblaði sem enska blaðið The Economist gaf út þann 16. nóvember um horfur í stjórn- og efnahagsmálum árið 2007, er lýðræði næstmest á Íslandi af þeim 165 löndum í heiminum sem rannsökuð voru. Löndunum eru gefnar einkunnir út frá fimm þáttum: framkvæmd kosninga og fjölhyggju, virkni opinberrar stjórnsýslu, stjórnmálaþátttöku, pólitískri menningu og borgaralegum frelsisréttindum. Ísland fær einkunnina tíu í þremur þáttum, en 9.64 í virkni stjórnsýslu og 8,89 í stjórnmálaþátttöku, og endar með meðaleinkunnina 9,71 á lýðræðisstuðli The Economist. Svíþjóð er efst á listanum með einkunnina 9.88. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að tölurnar séu jákvæðar en þó geti Íslendingar gert betur á mörgum sviðum. Í niðurstöðunum vekur athygli hversu lítil stjórnmálaþátttaka er hér á landi miðað við þátttökuna í nokkrum öðrum löndum Evrópu, en í Svíþjóð, Noregi og Hollandi er stjórnmálaþátttakan meiri. Helgi segir að kosningaþátttaka á Íslandi sé mikil en að þátttaka borgaranna í starfi stjórnmálaflokka mætti vera meiri. „Íslendingar eru ekki virkir í starfi stjórnmálaflokka því þeir upplifa þá ekki sem lýðræðislegar stofnanir, heldur sem stofnanir þar sem ríkir formannaræði og hinn almenni flokksmaður hefur ekki mikið að segja um gang mála,“ segir Helgi og bætir því við að hægt sé að virkja Íslendinga til meiri þátttöku í stjórnmálastarfi. Í blaðinu kemur einnig fram að Íslendingar í fullri vinnu vinna langmest Evrópuþjóða, eða 47.1 klukkustund að meðaltali á viku. Grikkir eru í næsta sæti, vinna 44.3 klukkustundir á viku. Danir, Litháar og Norðmenn eru þær þjóðir sem vinna fæstar stundir að meðaltali í Evrópu: Danir 40.4, Litháar 39.5 og Norðmenn reka lestina í álfunni með 39.4 klukkustundir. Helgi segir að hægt sé að túlka þessa niðurstöðu á tvo vegu: annars vegar að Íslendingar þurfi að hafa meira fyrir lífsgæðum sínum en aðrar þjóðir og í öðru lagi að framleiðni á vinnustund sé ekki nægilega mikil hér á landi sem bendi til að skilvirkni og skipulagi á vinnustöðum sé ábótavant. Innlent Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Samkvæmt sérblaði sem enska blaðið The Economist gaf út þann 16. nóvember um horfur í stjórn- og efnahagsmálum árið 2007, er lýðræði næstmest á Íslandi af þeim 165 löndum í heiminum sem rannsökuð voru. Löndunum eru gefnar einkunnir út frá fimm þáttum: framkvæmd kosninga og fjölhyggju, virkni opinberrar stjórnsýslu, stjórnmálaþátttöku, pólitískri menningu og borgaralegum frelsisréttindum. Ísland fær einkunnina tíu í þremur þáttum, en 9.64 í virkni stjórnsýslu og 8,89 í stjórnmálaþátttöku, og endar með meðaleinkunnina 9,71 á lýðræðisstuðli The Economist. Svíþjóð er efst á listanum með einkunnina 9.88. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að tölurnar séu jákvæðar en þó geti Íslendingar gert betur á mörgum sviðum. Í niðurstöðunum vekur athygli hversu lítil stjórnmálaþátttaka er hér á landi miðað við þátttökuna í nokkrum öðrum löndum Evrópu, en í Svíþjóð, Noregi og Hollandi er stjórnmálaþátttakan meiri. Helgi segir að kosningaþátttaka á Íslandi sé mikil en að þátttaka borgaranna í starfi stjórnmálaflokka mætti vera meiri. „Íslendingar eru ekki virkir í starfi stjórnmálaflokka því þeir upplifa þá ekki sem lýðræðislegar stofnanir, heldur sem stofnanir þar sem ríkir formannaræði og hinn almenni flokksmaður hefur ekki mikið að segja um gang mála,“ segir Helgi og bætir því við að hægt sé að virkja Íslendinga til meiri þátttöku í stjórnmálastarfi. Í blaðinu kemur einnig fram að Íslendingar í fullri vinnu vinna langmest Evrópuþjóða, eða 47.1 klukkustund að meðaltali á viku. Grikkir eru í næsta sæti, vinna 44.3 klukkustundir á viku. Danir, Litháar og Norðmenn eru þær þjóðir sem vinna fæstar stundir að meðaltali í Evrópu: Danir 40.4, Litháar 39.5 og Norðmenn reka lestina í álfunni með 39.4 klukkustundir. Helgi segir að hægt sé að túlka þessa niðurstöðu á tvo vegu: annars vegar að Íslendingar þurfi að hafa meira fyrir lífsgæðum sínum en aðrar þjóðir og í öðru lagi að framleiðni á vinnustund sé ekki nægilega mikil hér á landi sem bendi til að skilvirkni og skipulagi á vinnustöðum sé ábótavant.
Innlent Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira