Erlent

Útgöngubann í Írak eftir mannskæða árás

Útgöngubann hefur sett á í Bagdad í Írak um óákveðinn tíma eftir eina mannskæðustu árás í landinu frá innrás Bandaríkjamanna árið 2003. Að minnsta kosti eitt hundrað fjörtíu og fjórir týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi Sjía í Bagdad í gær og talið er að hátt í þrjú hundruð manns hafi særst.

Sex bifreiðum, sem hver hafði verið hlaðin mörg hundruð kílóum af sprengiefni, var lagt við fjölfarið markaðstorg í Sadr-hverfi höfuðborgarinnar og þær svo sprengdar í loft upp. Öngþveiti og skelfing greip um sig og þegar fólkið lagði á flótta var sprengjum látið rigna yfir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×