Fólksflæði mest til Íslands 2. október 2006 03:30 Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Íslendingar hafa hlutfallslega tekið við langflestum frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins ef litið er á flæði til allra Norðurlandanna síðustu tvö árin. Þetta kom nýlega fram í erindi sem flutt var á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Vinnumálastofnunar. Fjöldi erlendra starfsmanna frá þessum löndum nemur tveimur prósentum af þeim sem búa á Íslandi. Norðmenn hafa í heildina tekið við langflestum erlendum starfsmönnum. Þeir tóku við tæplega 42 þúsund manns frá nýju aðildarlöndunum og endurnýjuðu atvinnuleyfi fyrir rúm 27 þúsund. Svíar tóku við tíu þúsundum, Danir svipuðum fjölda, Íslendingar um 5.800 og Finnar aðeins fleirum. Íslendingar endurnýjuðu tæplega 2.700 atvinnuleyfi. Ef fólksfjölgunin er skoðuð með tilliti til mannfjölda í viðkomandi löndum trónir Ísland efst með um tveggja prósenta hlutfall. Norðmenn eru næstir með tæpt prósent. Hlutföll annarra þjóða eru mun lægri. Erlendir starfsmenn Vinnumarkaður á Íslandi og í Noregi hafa tekið við hlutfallslega flestum starfsmönnum frá nýju aðildarríkjum ESB og þá helst Pólverjum. Atvinnuleysi er um sextán prósent í Póllandi og fara 800 þúsund Pólverjar árlega til vinnu erlendis. Mennirnir á myndinni eru pólskir og tengjast efni fréttarinnar ekki að öðru leyti. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir greinilegt að aðgangstakmarkanir stjórni ekki flæði vinnuafls, það sé efnahagsástandið og framboð og eftirspurn á vinnumarkaði sem skipti máli. Gríðarlegur straumur hefur verið til Íslands í sumar og hafa um fjögur þúsund manns komið inn á vinnumarkaðinn hér. Má kannski líkja því við sprengingu. „Þetta hefur verið stöðugt flæði og ef eitthvað er hefur það aukist frá opnuninni 1. maí. Við erum að tala um að fjögur þúsund manns hafi komið inn á vinnumarkaðinn í sumar og þá fyrst og fremst frá Póllandi. Það virðist ekki koma fram neinn slaki í eftirspurninni eftir vinnuafli,“ segir hann. Norðurlöndin eiga öll við svipuð vandamál að stríða því erfitt er að stjórna flæðinu. Stöðugt birtast fréttir um undirboð á vinnumarkaði og mál koma inn á borð skattyfirvalda, lögreglu og verkalýðsfélaga. Misjafnt er hvernig Norðurlöndin hafa tekið við fólki frá nýju aðildarríkjum ESB. Íslendingar og Finnar höfðu miklar aðgangstakmarkanir en opnuðu fyrir flæðið 1. maí með skráningu. Danir og Norðmenn hafa slakað á aðgangstakmörkunum en Svíar hafa haft galopinn vinnumarkað í rúm tvö ár og hafa haft litla sem enga stjórn á þróuninni. Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Íslendingar hafa hlutfallslega tekið við langflestum frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins ef litið er á flæði til allra Norðurlandanna síðustu tvö árin. Þetta kom nýlega fram í erindi sem flutt var á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Vinnumálastofnunar. Fjöldi erlendra starfsmanna frá þessum löndum nemur tveimur prósentum af þeim sem búa á Íslandi. Norðmenn hafa í heildina tekið við langflestum erlendum starfsmönnum. Þeir tóku við tæplega 42 þúsund manns frá nýju aðildarlöndunum og endurnýjuðu atvinnuleyfi fyrir rúm 27 þúsund. Svíar tóku við tíu þúsundum, Danir svipuðum fjölda, Íslendingar um 5.800 og Finnar aðeins fleirum. Íslendingar endurnýjuðu tæplega 2.700 atvinnuleyfi. Ef fólksfjölgunin er skoðuð með tilliti til mannfjölda í viðkomandi löndum trónir Ísland efst með um tveggja prósenta hlutfall. Norðmenn eru næstir með tæpt prósent. Hlutföll annarra þjóða eru mun lægri. Erlendir starfsmenn Vinnumarkaður á Íslandi og í Noregi hafa tekið við hlutfallslega flestum starfsmönnum frá nýju aðildarríkjum ESB og þá helst Pólverjum. Atvinnuleysi er um sextán prósent í Póllandi og fara 800 þúsund Pólverjar árlega til vinnu erlendis. Mennirnir á myndinni eru pólskir og tengjast efni fréttarinnar ekki að öðru leyti. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir greinilegt að aðgangstakmarkanir stjórni ekki flæði vinnuafls, það sé efnahagsástandið og framboð og eftirspurn á vinnumarkaði sem skipti máli. Gríðarlegur straumur hefur verið til Íslands í sumar og hafa um fjögur þúsund manns komið inn á vinnumarkaðinn hér. Má kannski líkja því við sprengingu. „Þetta hefur verið stöðugt flæði og ef eitthvað er hefur það aukist frá opnuninni 1. maí. Við erum að tala um að fjögur þúsund manns hafi komið inn á vinnumarkaðinn í sumar og þá fyrst og fremst frá Póllandi. Það virðist ekki koma fram neinn slaki í eftirspurninni eftir vinnuafli,“ segir hann. Norðurlöndin eiga öll við svipuð vandamál að stríða því erfitt er að stjórna flæðinu. Stöðugt birtast fréttir um undirboð á vinnumarkaði og mál koma inn á borð skattyfirvalda, lögreglu og verkalýðsfélaga. Misjafnt er hvernig Norðurlöndin hafa tekið við fólki frá nýju aðildarríkjum ESB. Íslendingar og Finnar höfðu miklar aðgangstakmarkanir en opnuðu fyrir flæðið 1. maí með skráningu. Danir og Norðmenn hafa slakað á aðgangstakmörkunum en Svíar hafa haft galopinn vinnumarkað í rúm tvö ár og hafa haft litla sem enga stjórn á þróuninni.
Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira