Bjartsýnt fólk kaupir tónlist 3. október 2006 02:00 pjetur við tónlistar-dvd deildina Líklega besta úrval landsins. MYND/Elma Guðmundsdóttir Tónspil er einhver albesta plötubúð landsins, sem væri kannski ekki í frásögur færandi ef búðin væri ekki í Neskaupstað. Pjetur Hallgrímsson hefur rekið verslunina síðan árið 1987. Hann segir að fólk úr höfuðborginni reki upp stór augu þegar það uppgötvi búðina og spyrji af hverju hún sé ekki í bænum. „Ég ætlaði fyrst að setja upp billjardstofu," segir Pjetur. „Þá var mikil billjardvakning á landinu og það vantaði stofu í bæinn. Ég var kominn með leyfi til að hafa stofuna í sama húsnæði og apótekið, en apótekaranum leist ekkert á þetta og sá fyrir sér sukk og svínarí sem illa passaði apótekararekstrinum. Hann hafði forkaupsrétt að húsinu og nýtti sér hann. Ég hafði alltaf hugsað mér að hafa plötuhorn í billjardstofunni og braut því odd af oflæti mínu og fór og talaði við apótekarann. Þannig festist ég í netinu og hef verið með plötubúð síðan." Búðin hefur verið á fjórum stöðum, alltaf í leiguhúsnæði þangað til í fyrra þegar Pjetur flutti búðina í eigið pláss. „Ég legg mikla áherslu á tónlistar-dvd og er líklega með besta úrval landsins, um 800 titla. Diskatitlarnir eru um 4.000 og spanna alla söguna þótt ég sé sterkastur í tímabilinu 1960-1980. Svo er maður að rótast í ýmsu. Ég sel hljóðfæri, er bók- og bleksali bæjarins, er með ýmis raftæki og er umboðsmaður Símans hérna. Svo rek ég gistiheimili á efri hæðinni." Pjetur er þess fullviss að búðin hafi haft mikil menningarleg áhrif á byggðarlagið. „Þessir guttar sem voru eins og gráir kettir í búðinni eru núna orðnir fullorðnir menn og segja að sinn smekkur hefði orðið ansi ólíkur ef búðarinnar hefði ekki notið við." Kúnnahópurinn er stór og fjölbreyttur, fólk af svæðinu, sjómenn og útlendingar. „Það var ótrúlega mikið af þeim í sumar og mikið spurt um íslenska tónlist. Ég reyni að sinna henni vel og er með eitthvað um 700 íslenska titla." Hvað með áhrif af virkjunar- og stóriðjuframkvæmdunum? „Ég sé nú lítið verkamennina hérna í búðinni, en áhrifin eru að það er miklu meiri bjartsýni hér á svæðinu en var. Hér höfðu ekki verið byggð hús árum saman en nú spretta þau upp eins og gorkúlur. Blekið var varla þornað á samningnum þegar húsnæðisverðið rauk upp og fólk fór að mála og dytta að húsunum sínum. Veltan hjá mér hefur aukist svo það er greinlegt að bjartsýnt fólk kaupir frekar tónlist en svartsýnt." Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Tónspil er einhver albesta plötubúð landsins, sem væri kannski ekki í frásögur færandi ef búðin væri ekki í Neskaupstað. Pjetur Hallgrímsson hefur rekið verslunina síðan árið 1987. Hann segir að fólk úr höfuðborginni reki upp stór augu þegar það uppgötvi búðina og spyrji af hverju hún sé ekki í bænum. „Ég ætlaði fyrst að setja upp billjardstofu," segir Pjetur. „Þá var mikil billjardvakning á landinu og það vantaði stofu í bæinn. Ég var kominn með leyfi til að hafa stofuna í sama húsnæði og apótekið, en apótekaranum leist ekkert á þetta og sá fyrir sér sukk og svínarí sem illa passaði apótekararekstrinum. Hann hafði forkaupsrétt að húsinu og nýtti sér hann. Ég hafði alltaf hugsað mér að hafa plötuhorn í billjardstofunni og braut því odd af oflæti mínu og fór og talaði við apótekarann. Þannig festist ég í netinu og hef verið með plötubúð síðan." Búðin hefur verið á fjórum stöðum, alltaf í leiguhúsnæði þangað til í fyrra þegar Pjetur flutti búðina í eigið pláss. „Ég legg mikla áherslu á tónlistar-dvd og er líklega með besta úrval landsins, um 800 titla. Diskatitlarnir eru um 4.000 og spanna alla söguna þótt ég sé sterkastur í tímabilinu 1960-1980. Svo er maður að rótast í ýmsu. Ég sel hljóðfæri, er bók- og bleksali bæjarins, er með ýmis raftæki og er umboðsmaður Símans hérna. Svo rek ég gistiheimili á efri hæðinni." Pjetur er þess fullviss að búðin hafi haft mikil menningarleg áhrif á byggðarlagið. „Þessir guttar sem voru eins og gráir kettir í búðinni eru núna orðnir fullorðnir menn og segja að sinn smekkur hefði orðið ansi ólíkur ef búðarinnar hefði ekki notið við." Kúnnahópurinn er stór og fjölbreyttur, fólk af svæðinu, sjómenn og útlendingar. „Það var ótrúlega mikið af þeim í sumar og mikið spurt um íslenska tónlist. Ég reyni að sinna henni vel og er með eitthvað um 700 íslenska titla." Hvað með áhrif af virkjunar- og stóriðjuframkvæmdunum? „Ég sé nú lítið verkamennina hérna í búðinni, en áhrifin eru að það er miklu meiri bjartsýni hér á svæðinu en var. Hér höfðu ekki verið byggð hús árum saman en nú spretta þau upp eins og gorkúlur. Blekið var varla þornað á samningnum þegar húsnæðisverðið rauk upp og fólk fór að mála og dytta að húsunum sínum. Veltan hjá mér hefur aukist svo það er greinlegt að bjartsýnt fólk kaupir frekar tónlist en svartsýnt."
Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira