Viðskipti erlent

Yfirtöku TM á NEMI lokið

Óskar Magnússon, forstjóri TM, 
Tekur við stjórnarformennsku í NEMI.
Óskar Magnússon, forstjóri TM, Tekur við stjórnarformennsku í NEMI.

TM hefur lokið við yfirtöku á norska tryggingafélaginu NEMI. Á hluthafafundi var Óskar Magnússon kjörinn stjórnar­formaður en auk þess tók Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar TM, sæti í stjórn auk Anne Gro Sundby, Erling Christiansen og Bjørn Mæhlum. Ivar S. Williksen hefur verið ráðinn forstjóri.

Óskar segir að í raun og veru eigi bara þrír að sitja í stjórn en meðan beðið sé samþykkis norska fjármálaeftirlitsins hafi verið gripið til þeirra sem voru næstir. Síðar verði fækkað aftur.

Samstarf er þegar hafið með TM og Nemi og vísar þar meðal annars til þriggja ára samnings við norska tryggingafyrirtækið Møretrygd um vátryggingasamstarf. Nemi keyrir á fullri ferð áfram og við komum inn í eitthvað með þeim eins og kostur er.

Innan skamms verður hluthöfum í TM boðið að kaupa nýtt hlutafé sem nýtt verður vegna kaupanna á Nemi og sölutryggir Glitnir útboðið. Á dögunum lækkaði S&P lánshæfiseinkunn NEMI en búist er við hækkun aftur eftir útboðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×