Innlent

Áætlunarflugið stutt af ríkinu

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Vegagerðinni að leita eftir samningum við Flugfélag Íslands um flug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja sem stutt verður af ríkinu. Ákvörðun var tekin um þetta eftir að Landsflug ákvað að hætta áætlunarflugi til Eyja.

Um er að ræða tímabundinn samning meðan útboð til lengri tíma er undirbúið. Á vef ráðuneytisins kemur fram að það hafi verið eindregin ósk Eyjamanna að sætaframboð yrði aukið. Flugfélag Íslands hafi verið eini valkosturinn sem hefði flugvélakost til að mæta þeim óskum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×