Innlent

Hækka laun þingmanna og ráðherra

Kjararáð hefur ákveðið að hækka laun ráðherra, þingmanna og helstu embættismanna þjóðarinnar um þrjú prósent til viðbótar þeim 2,5 prósentum sem þessir hópar fengu um síðustu áramót. Ákvörðunin gildir frá og með 1. júlí.

Þetta er rökrétt niðurstaða, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Kjararáð horfir þarna til þess sem gerðist í sumar þegar Forsendunefndin komst að þeirri niðurstöðu að enginn launamaður skyldi fá minna en 5,5 prósenta launahækkun á tólf mánaða tímabili og sérstakur taxtaviðauki var settur fyrir þá lægst launuðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×