Innlent

Tekjur og íbúðaverð lágt

Meðalmánaðartekjur á Norðurlandi eystra eru með því lægsta sem þekkist á landinu. Aðeins í einum öðrum landshluta eru meðaltekjurnar lægri, nágrannasveitarfélaginu Norðurlandi vestra.

Tekjur á Norðurlandi eystra eru 272 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Meðaltekjur á landinu öllu eru 327 þúsund og eru tekjur á Norðurlandi eystra því tæpum fimmtungi undir landsmeðaltali.

Í einungis einu sveitarfélagi í landshlutanum voru tekjur yfir landsmeðaltali, í Grímseyjarhreppi, þar sem þær voru 425 þúsund á mánuði. Lægstu tekjurnar voru í Tjörneshreppi, 166 þúsund, sem er jafnframt helmingur af landsmeðaltali.

Þetta kemur fram í sjöundu grein af átta greinum Fréttablaðsins um byggðaþróun sem birtist í blaðinu í dag.

Þar má einnig lesa að fermetraverð íbúðarhúsnæðis er sömuleiðis langt undir landsmeðaltali í landshlutanum og allt niður í 36 þúsund krónur þar sem það er lægst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×