Saka fyrrum meirihluta um óráðsíu 6. október 2006 07:00 Reykjavíkurborg Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir mikilvægt að nýr meirihluti innleiði ábyrga fjármálastjórn og lagi reksturinn. „Úttekt á fjárhagslegri stöðu Reykjavíkurborgar er áfellisdómur yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, en í gær voru kynntar niðurstöður sérfræðinga KMPG á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að brýnt sé að farið verði yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild og leitað leiða til betri reksturs. Niðurstöðurnar leiða meðal annars í ljós að á tímabilinu 2002 til lok júní 2006 hafa rekstrartekjur Aðalsjóðs Reykjavíkurborgar aldrei dugað fyrir almennum rekstrargjöldum, rekstrarmarkmið um afkomu í þriggja ára áætlun hafi sömuleiðis ekki náð fram að ganga og rekstrargjöld hækkuðu mun meira milli áætlana en tekjur af rekstri. Fjárhagsleg staða hefur versnað um 87,4 milljarða frá árinu 1994 miðað við verðlag í júní á þessu ári. Vilhjálmur segir tölur og staðreyndir sem settar séu fram í skýrslunni tala sínu máli, ekki þurfi að deila um að fyrrverandi meirihluti hafi eytt um efni fram. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, segir skýrsluna ágætisyfirlit um fjármál borgarinnar. Í henni komi fram að heildareignir borgarinnar hafi aukist á tímabilinu þó að skuldir hafi aukist. Einnig komi fram í árshlutareikningum að staðan sé jákvæð um 2,2 milljarða sé tekið tillit til gengistaps. „KPMG og Sjálfstæðisflokkurinn geta sett fram sitt mat, en á endanum er það markaðurinn sem vottar stöðuna og markaðurinn hefur metið borgina sem fjárhagslega sterka, sem endurspeglast í mjög góðum lánskjörum sem borgin hefur notið, mun betri en önnur sveitarfélög,“ segir Steinunn. Hún bætir einnig við að hún telji umsagnir um að áætlanir hafi ekki staðist séu bull. Frávikið í ársreikningum sé óverulegt. „Þriggja ára áætlun er leiðbeinandi spá, en það sem er gert á tímabilinu getur verið ófyrirsjáanlegt, líkt og með samningana sem við gerðum við lægst launuðu hópana. Það skekkir allan samanburð. Það sem er samanburðarhæft er fjárhagsáætlun borgarinnar og útkoma,“ segir Steinunn. Fulltrúar fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta gagnrýndu að hafa ekki fengið skýrsluna í hendur fyrr en fundur borgarráðs hófst. Skýrslan verður aftur tekin fyrir í borgarráði í næstu viku. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
„Úttekt á fjárhagslegri stöðu Reykjavíkurborgar er áfellisdómur yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, en í gær voru kynntar niðurstöður sérfræðinga KMPG á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að brýnt sé að farið verði yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild og leitað leiða til betri reksturs. Niðurstöðurnar leiða meðal annars í ljós að á tímabilinu 2002 til lok júní 2006 hafa rekstrartekjur Aðalsjóðs Reykjavíkurborgar aldrei dugað fyrir almennum rekstrargjöldum, rekstrarmarkmið um afkomu í þriggja ára áætlun hafi sömuleiðis ekki náð fram að ganga og rekstrargjöld hækkuðu mun meira milli áætlana en tekjur af rekstri. Fjárhagsleg staða hefur versnað um 87,4 milljarða frá árinu 1994 miðað við verðlag í júní á þessu ári. Vilhjálmur segir tölur og staðreyndir sem settar séu fram í skýrslunni tala sínu máli, ekki þurfi að deila um að fyrrverandi meirihluti hafi eytt um efni fram. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, segir skýrsluna ágætisyfirlit um fjármál borgarinnar. Í henni komi fram að heildareignir borgarinnar hafi aukist á tímabilinu þó að skuldir hafi aukist. Einnig komi fram í árshlutareikningum að staðan sé jákvæð um 2,2 milljarða sé tekið tillit til gengistaps. „KPMG og Sjálfstæðisflokkurinn geta sett fram sitt mat, en á endanum er það markaðurinn sem vottar stöðuna og markaðurinn hefur metið borgina sem fjárhagslega sterka, sem endurspeglast í mjög góðum lánskjörum sem borgin hefur notið, mun betri en önnur sveitarfélög,“ segir Steinunn. Hún bætir einnig við að hún telji umsagnir um að áætlanir hafi ekki staðist séu bull. Frávikið í ársreikningum sé óverulegt. „Þriggja ára áætlun er leiðbeinandi spá, en það sem er gert á tímabilinu getur verið ófyrirsjáanlegt, líkt og með samningana sem við gerðum við lægst launuðu hópana. Það skekkir allan samanburð. Það sem er samanburðarhæft er fjárhagsáætlun borgarinnar og útkoma,“ segir Steinunn. Fulltrúar fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta gagnrýndu að hafa ekki fengið skýrsluna í hendur fyrr en fundur borgarráðs hófst. Skýrslan verður aftur tekin fyrir í borgarráði í næstu viku.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira