Um varnarmálin Gunnar Örn Örlygsson skrifar 6. október 2006 12:54 Á Alþingi Íslendinga hefur umræða um varnarmál átt sér stað á síðustu dögum. Að lokinni munnlegri skýrslu forsætisráðherra um varnarmálin stigu forsvarsmenn Samfylkingar á sviðið og héldu hvor um sig einkennilega tölu um þær breytingar sem orðið hafa á vörnum landsins. Gagnrýni ÖssurarAð hálfu Samfylkingarinnar er viðskilnaður varnarliðsins sagður slakur. Kostnaður vegna niðurrifs auk mengunarhreinsana á gamla varnarliðssvæðinu er óhóflegur að mati Össurar Skarphéðinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Í þessu ljósi er rétt að vekja athygli lesenda á því, að á silfurfati höfum við Íslendingar fengið meiri verðmæti og tækifæri en skástu viðskiptafræðinga Samfylkingarinnar getur órað fyrir. Í annan stað var að sjálfsögðu afar mikilvægt að benda á mikilvægi þess fyrir íslensk stjórnvöld að tala kostnaðinn upp frekar en niður í því samningaferli sem nú er yfirstaðið. Gagnrýni IngibjargarAf hálfu Samfylkingarinnar er niðurstaða samningsins afar slæm en svo komst formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að orði í sinni tölu. Samkvæmt breyttum samningi um varnarmál milli íslenskra og bandarískra yfirvalda verða varnir landsins áfram tryggðar ásamt því að lítil þjóð fær sér til handa verðmætar eignir sem án efa munu hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf svo um munar. Hér er vert að staldra örlítið við. Hefur Samfylking kynnt að einhverju leyti sínar töfralausnir í því ferli sem hefur átt sér stað? Að mati greinarhöfundar hefur eina innlegg Samfylkingar í málinu verið kjökur yfir því að hafa ekki fengið nógu miklar upplýsingar á meðan hið viðkvæma og sögulega samningaferli átti sér stað. Niðurstaðan eða útkoman fyrir íslenska þjóð er eins og best verður á kosið miðað við þá erfiðu stöðu sem bandarísk stjórnvöld settu okkur Íslendinga í. Það sem stendur að mínu mati upp úr er sú spenna að sjá hvernig dugleg og metnaðarfull þjóð mun spila úr þeim frábæru tækifærum sem nú bíða okkar á næstu misserum. Viðbrögð SuðurnesjamannaViðbrögð heimamanna hafa verið lofsverð. Þorri íslenskra starfsmanna varnarliðsins hefur nú þegar komist í ný störf. Forsvarsmenn í sveitarfélögum tóku af skarið og hvöttu sitt fólk til hreyfingar um leið og ákvörðun varnarliðsins lá endanlega fyrir. Afturhaldsmenn í pólitík hefðu hugsanlega ráðlagt hinum sömu að bíða til loka samnings með sín atvinnumál og á endanum hefði glundroði og erfiðleikar einkennt stöðu mála. Staða SuðurnesjamannaÉg hvet landsmenn til að hunsa sleggjudóma stjórnarandstöðunnar og þá tækifærismennsku sem einkennt hefur allan þeirra málflutning í þessu máli á undanförnum misserum. Að sama skapi verðum við að tryggja í framhaldinu að nýting og búnaður á varnarliðssvæðinu taki tillit til skipulagsmála og þeirrar framtíðarsýnar sem sveitarfélög á Suðurnesjum hafa sett sér. Annað væri fullkomlega óeðlilegt og ekki til farnaðar. Þekking á búnaði og staðháttum er mikil á meðal heimamanna og jafnframt verður einnig að minna á þann raunveruleika að þjónustufyrirtæki á Suðurnesjum hafa nú misst spón úr aski sínum í formi minni tekna eftir brotthvarf varnarliðsins. Sveitarfélög á Suðurnesjum verða því að fá virka þátttöku við mótun á atvinnuháttum sem að ákveðnu leyti mun fylla upp í það verkefnaskarð sem sömu fyrirtæki hafa orðið fyrir. Umfram allt verður nýting svæðisins að mótast af góðum og gegnum viðskiptalegum forsendum. Að slíkri stefnumótun er greinilega ekki hægt að treysta á Samfylkinguna. A.m.k. ekki, ef tekið er tillit til þeirrar framsetningar á málinu til þessa. Hingað til hefur okkar fulltrúi í samningaferlinu, Geir H. Haarde forsætisráðherra, staðið vaktina með myndarbrag fyrir land og þjóð. Starfsmenn án atvinnuEftir brotthvarf varnarliðsins hafa ótal viðskiptahugmyndir nú þegar skilað sér til yfirvalda og forsvarsmanna sveitarfélaga á Suðurnesjum. Úr þeim verður skipulega unnið og að sjálfsögðu á viðskiptalegum forsendum til framtíðar. Einnig er vert að líta til verkefna þar sem stórar ríkisstofnanir eiga nú möguleika á aðstöðu til sinna starfa. Nefni ég í því sambandi ríkisstofnanir sem heyra til löggæslu- og öryggismála. Að svo komnu eru rúmlega 100 starfsmenn án atvinnu eftir brotthvarf varnarliðsins. Greinarhöfundur hyggst beita sér fyrir úrlausn þeirra mála og vonast eftir góðri niðurstöðu á næstu misserum. Þakka þeim sem lásu. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga hefur umræða um varnarmál átt sér stað á síðustu dögum. Að lokinni munnlegri skýrslu forsætisráðherra um varnarmálin stigu forsvarsmenn Samfylkingar á sviðið og héldu hvor um sig einkennilega tölu um þær breytingar sem orðið hafa á vörnum landsins. Gagnrýni ÖssurarAð hálfu Samfylkingarinnar er viðskilnaður varnarliðsins sagður slakur. Kostnaður vegna niðurrifs auk mengunarhreinsana á gamla varnarliðssvæðinu er óhóflegur að mati Össurar Skarphéðinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Í þessu ljósi er rétt að vekja athygli lesenda á því, að á silfurfati höfum við Íslendingar fengið meiri verðmæti og tækifæri en skástu viðskiptafræðinga Samfylkingarinnar getur órað fyrir. Í annan stað var að sjálfsögðu afar mikilvægt að benda á mikilvægi þess fyrir íslensk stjórnvöld að tala kostnaðinn upp frekar en niður í því samningaferli sem nú er yfirstaðið. Gagnrýni IngibjargarAf hálfu Samfylkingarinnar er niðurstaða samningsins afar slæm en svo komst formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að orði í sinni tölu. Samkvæmt breyttum samningi um varnarmál milli íslenskra og bandarískra yfirvalda verða varnir landsins áfram tryggðar ásamt því að lítil þjóð fær sér til handa verðmætar eignir sem án efa munu hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf svo um munar. Hér er vert að staldra örlítið við. Hefur Samfylking kynnt að einhverju leyti sínar töfralausnir í því ferli sem hefur átt sér stað? Að mati greinarhöfundar hefur eina innlegg Samfylkingar í málinu verið kjökur yfir því að hafa ekki fengið nógu miklar upplýsingar á meðan hið viðkvæma og sögulega samningaferli átti sér stað. Niðurstaðan eða útkoman fyrir íslenska þjóð er eins og best verður á kosið miðað við þá erfiðu stöðu sem bandarísk stjórnvöld settu okkur Íslendinga í. Það sem stendur að mínu mati upp úr er sú spenna að sjá hvernig dugleg og metnaðarfull þjóð mun spila úr þeim frábæru tækifærum sem nú bíða okkar á næstu misserum. Viðbrögð SuðurnesjamannaViðbrögð heimamanna hafa verið lofsverð. Þorri íslenskra starfsmanna varnarliðsins hefur nú þegar komist í ný störf. Forsvarsmenn í sveitarfélögum tóku af skarið og hvöttu sitt fólk til hreyfingar um leið og ákvörðun varnarliðsins lá endanlega fyrir. Afturhaldsmenn í pólitík hefðu hugsanlega ráðlagt hinum sömu að bíða til loka samnings með sín atvinnumál og á endanum hefði glundroði og erfiðleikar einkennt stöðu mála. Staða SuðurnesjamannaÉg hvet landsmenn til að hunsa sleggjudóma stjórnarandstöðunnar og þá tækifærismennsku sem einkennt hefur allan þeirra málflutning í þessu máli á undanförnum misserum. Að sama skapi verðum við að tryggja í framhaldinu að nýting og búnaður á varnarliðssvæðinu taki tillit til skipulagsmála og þeirrar framtíðarsýnar sem sveitarfélög á Suðurnesjum hafa sett sér. Annað væri fullkomlega óeðlilegt og ekki til farnaðar. Þekking á búnaði og staðháttum er mikil á meðal heimamanna og jafnframt verður einnig að minna á þann raunveruleika að þjónustufyrirtæki á Suðurnesjum hafa nú misst spón úr aski sínum í formi minni tekna eftir brotthvarf varnarliðsins. Sveitarfélög á Suðurnesjum verða því að fá virka þátttöku við mótun á atvinnuháttum sem að ákveðnu leyti mun fylla upp í það verkefnaskarð sem sömu fyrirtæki hafa orðið fyrir. Umfram allt verður nýting svæðisins að mótast af góðum og gegnum viðskiptalegum forsendum. Að slíkri stefnumótun er greinilega ekki hægt að treysta á Samfylkinguna. A.m.k. ekki, ef tekið er tillit til þeirrar framsetningar á málinu til þessa. Hingað til hefur okkar fulltrúi í samningaferlinu, Geir H. Haarde forsætisráðherra, staðið vaktina með myndarbrag fyrir land og þjóð. Starfsmenn án atvinnuEftir brotthvarf varnarliðsins hafa ótal viðskiptahugmyndir nú þegar skilað sér til yfirvalda og forsvarsmanna sveitarfélaga á Suðurnesjum. Úr þeim verður skipulega unnið og að sjálfsögðu á viðskiptalegum forsendum til framtíðar. Einnig er vert að líta til verkefna þar sem stórar ríkisstofnanir eiga nú möguleika á aðstöðu til sinna starfa. Nefni ég í því sambandi ríkisstofnanir sem heyra til löggæslu- og öryggismála. Að svo komnu eru rúmlega 100 starfsmenn án atvinnu eftir brotthvarf varnarliðsins. Greinarhöfundur hyggst beita sér fyrir úrlausn þeirra mála og vonast eftir góðri niðurstöðu á næstu misserum. Þakka þeim sem lásu. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar