Karlmenn á Austurlandi vinna mest 8. október 2006 05:30 Við vegavinnu. Heildarlaun karla í fullu starfi eru um tvö hundruð sjötíu og níu þúsund krónur á mánuði og meðal dagvinnulaun þeirra í fullu starfi eru um hundrað áttatíu og sjö þúsund krónur. Konurnar sitja eftir í launum. Þessi mynd er tekin af mönnum við vegavinnu í sumar og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Meira en helmingur félagsmanna í Starfsgreinasambandi Íslands telur að hann standi betur fjárhagslega nú en fyrir þremur árum. Mikill meirihluti hefur fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hærra matvöruverði. Þetta kemur fram í niðurstöðum launa- og kjarakönnunar Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á föstudag. Ríflega sextíu prósent svarenda telja að fjárhagsleg staða þeirra í dag sé heldur eða miklu betri en hún var fyrir þremur árum og yfir áttatíu prósent hafa fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hækkun á matvöruverði. Heildarlaun þeirra sem eru í fullu starfi eru tæp tvö hundruð fjörutíu og fjögur þúsund krónur að meðaltali, karlar eru þá með tæp tvö hundruð sjötíu og níu þúsund í heildarlaun og konur hundrað áttatíu og átta þúsund. Meðal dagvinnulaun karla í fullu starfi eru tæp hundrað áttatíu og sjö þúsund og kvenna tæp hundrað og fimmtíu þúsund. Umönnunarhópurinn innan Starfsgreinasambandsins er ósáttastur við launin sín og konur eru ósáttari en karlar. Vinnutíminn er langur hjá félagsmönnum Eflingar. Hjá þeim sem eru í fullu starfi eru meðalvinnustundir tæplega fimmtíu á viku og meðalyfirvinnustundir tólf. Íbúar á Austurlandi skera sig úr fyrir langan vinnutíma en þeir vinna að meðaltali tæplega sautján yfirvinnustundir á viku. Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar, segir að könnunin staðfesti langan vinnutíma félagsmanna. „Það er eitthvað sem við þurfum klárlega horfa á. Í könnuninni fáum við líka staðfestan launamun kynjanna, konurnar sitja aðeins eftir og það er eitthvað sem við þurfum skoða betur,“ segir hún. Í könnuninni kemur fram að mun færri konur en karlar hafa óskað eftir launahækkun síðustu tólf mánuði umfram samningsbundnar eða áður ákveðnar launahækkanir, eða einungis tuttugu og eitt prósent kvenna á móti þrjátíu og þremur prósentum karla. Mikill meirihluti þeirra sem óskuðu eftir launahækkun fékk hækkun í kjölfarið. Tekið var þrjú þúsund og fimm hundruð manna úrtak úr félagaskrám Starfsgreinasambandsins. Svarhlutfall var 50,4 prósent. Innlent Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Meira en helmingur félagsmanna í Starfsgreinasambandi Íslands telur að hann standi betur fjárhagslega nú en fyrir þremur árum. Mikill meirihluti hefur fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hærra matvöruverði. Þetta kemur fram í niðurstöðum launa- og kjarakönnunar Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á föstudag. Ríflega sextíu prósent svarenda telja að fjárhagsleg staða þeirra í dag sé heldur eða miklu betri en hún var fyrir þremur árum og yfir áttatíu prósent hafa fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hækkun á matvöruverði. Heildarlaun þeirra sem eru í fullu starfi eru tæp tvö hundruð fjörutíu og fjögur þúsund krónur að meðaltali, karlar eru þá með tæp tvö hundruð sjötíu og níu þúsund í heildarlaun og konur hundrað áttatíu og átta þúsund. Meðal dagvinnulaun karla í fullu starfi eru tæp hundrað áttatíu og sjö þúsund og kvenna tæp hundrað og fimmtíu þúsund. Umönnunarhópurinn innan Starfsgreinasambandsins er ósáttastur við launin sín og konur eru ósáttari en karlar. Vinnutíminn er langur hjá félagsmönnum Eflingar. Hjá þeim sem eru í fullu starfi eru meðalvinnustundir tæplega fimmtíu á viku og meðalyfirvinnustundir tólf. Íbúar á Austurlandi skera sig úr fyrir langan vinnutíma en þeir vinna að meðaltali tæplega sautján yfirvinnustundir á viku. Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar, segir að könnunin staðfesti langan vinnutíma félagsmanna. „Það er eitthvað sem við þurfum klárlega horfa á. Í könnuninni fáum við líka staðfestan launamun kynjanna, konurnar sitja aðeins eftir og það er eitthvað sem við þurfum skoða betur,“ segir hún. Í könnuninni kemur fram að mun færri konur en karlar hafa óskað eftir launahækkun síðustu tólf mánuði umfram samningsbundnar eða áður ákveðnar launahækkanir, eða einungis tuttugu og eitt prósent kvenna á móti þrjátíu og þremur prósentum karla. Mikill meirihluti þeirra sem óskuðu eftir launahækkun fékk hækkun í kjölfarið. Tekið var þrjú þúsund og fimm hundruð manna úrtak úr félagaskrám Starfsgreinasambandsins. Svarhlutfall var 50,4 prósent.
Innlent Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira