Innlent

Fólskuleg líkamsárás kærð

Danskur karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann lenti í ryskingum við 26 ára gamlan mann um fjögur leytið í fyrri nótt. Reyndust áverkar mannsins í andliti ekki eins alvarlegir og talið var í fyrstu og fékk hann að fara af slysadeildinni að lokinni ítarlegri skoðun.

Tveir karlmenn, 22 og 26 ára, gistu í fangageymslum lögreglunnar í Reykjavík vegna málsins. Þeir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður vegna ofbeldisbrota. Þeim hefur nú verið sleppt en þeir voru yfirheyrðir í gær vegna málsins.

Líkamsárásin, sem að sögn vitna var sérlega fólskuleg, átti sér stað á gatnamótum Vegamótastígs og Laugavegs. Að sögn Bjarnþórs Aðalsteinssonar, fulltrúa í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar, reyndist annar mannanna, sá yngri, ekki hafa átt aðild að árásinni. Maðurinn sem kærður hefur verið fyrir að hafa slegið og sparkað í erlendan mann, hefur játað að hafa lent í áflogum við manninn en neitar að hafa veitt honum áverka í andliti með höggum og spörkum. Rannsókn þessa máls er langt komin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×