Sakaruppgjöf fyrir sannleika Árni Páll Árnason skrifar 17. október 2006 05:00 Björn Bjarnason hefur kynnt athyglisverðar hugmyndir um að sett verði á fót öryggis- og greiningarþjónusta hjá Ríkislögreglustjóra sem um gildi sérstök lög. Það skýtur hins vegar skökku við að Björn og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins neita með öllu að ræða með vitrænum hætti margháttaðar ábendingar um að ólögmætar hleranir hafi viðgengist hér á landi allt fram á síðustu ár. Þvergirðingur, hártoganir og útúrsnúningar eru skilaboð varðhunda flokksins þegar kemur að umræðu um arf fortíðarinnar. Framtíðarstefna okkar í öryggisþjónustu verður ekki rædd án samhengis við fortíðina. Vitað er að margháttuð eftirlitsstarfsemi hefur farið fram undanfarna áratugi hér á landi. Trúverðugar vísbendingar hafa komið fram um ólögmætar hleranir á þessum tíma. Það er ekki hlutverk þeirra, sem hafa ástæðu til að ætla að þeir hafi orðið fyrir hlerunum, að upplýsa hverjir stóðu á bak við ólögmætar meingerðir gegn persónu þeirra fyrr á árum. Ákall fulltrúa fortíðarinnar um að fórnarlömbin nefni heimildarmenn sína er tilraun til að drepa málinu á dreif og koma í veg fyrir að fleiri komi fram sem upplýsingar kunna að hafa. Kalda stríðinu lauk almennt árið 1991 þótt það hafi staðið fram á þennan dag í flokkadráttum í öryggis- og varnarmálum. Það er brýnt að ljúka kalda stríðinu í íslenskum stjórnmálum. Til þess þarf að skapa almenna tiltrú á þeim stjórnvöldum sem fara með öryggis- og greiningarþjónustu og hefja þau yfir pólitíska flokkadrætti. Forsenda þess er að Alþingi skapi þær aðstæður að unnt sé að fjalla um þessi mál á trúverðugan hátt og leiða allar staðreyndir málsins í ljós. Það verður ekki gert nema að Alþingi gefi öllum þeim sem að ólögmætu eftirliti kunna að hafa komið upp sakir og tryggi að þeir haldi störfum sínum og eigi áfram vonir um framgang í starfi með sama hætti og hingað til. Þeir sem kalla eftir nafnbirtingum eru að reyna að þagga niður heilbrigða umræðu og viðhalda ógn. Leiðarljós okkar á þvert á móti að vera að skapa sátt um framtíðina. Það verður best gert með því að sættast við fortíðina. Ég er tilbúinn að fallast á algera sakaruppgjöf öllum þeim til handa sem kunna að hafa komið að þessum málum ef það má verða til þess að leiða sannleikann í ljós. Ég er viss um að svo er einnig um aðra þá sem kunna að hafa orðið fyrir hlerunum. Ef við erum tilbúin að fyrirgefa hvaða hagsmuni er Björn þá að verja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason hefur kynnt athyglisverðar hugmyndir um að sett verði á fót öryggis- og greiningarþjónusta hjá Ríkislögreglustjóra sem um gildi sérstök lög. Það skýtur hins vegar skökku við að Björn og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins neita með öllu að ræða með vitrænum hætti margháttaðar ábendingar um að ólögmætar hleranir hafi viðgengist hér á landi allt fram á síðustu ár. Þvergirðingur, hártoganir og útúrsnúningar eru skilaboð varðhunda flokksins þegar kemur að umræðu um arf fortíðarinnar. Framtíðarstefna okkar í öryggisþjónustu verður ekki rædd án samhengis við fortíðina. Vitað er að margháttuð eftirlitsstarfsemi hefur farið fram undanfarna áratugi hér á landi. Trúverðugar vísbendingar hafa komið fram um ólögmætar hleranir á þessum tíma. Það er ekki hlutverk þeirra, sem hafa ástæðu til að ætla að þeir hafi orðið fyrir hlerunum, að upplýsa hverjir stóðu á bak við ólögmætar meingerðir gegn persónu þeirra fyrr á árum. Ákall fulltrúa fortíðarinnar um að fórnarlömbin nefni heimildarmenn sína er tilraun til að drepa málinu á dreif og koma í veg fyrir að fleiri komi fram sem upplýsingar kunna að hafa. Kalda stríðinu lauk almennt árið 1991 þótt það hafi staðið fram á þennan dag í flokkadráttum í öryggis- og varnarmálum. Það er brýnt að ljúka kalda stríðinu í íslenskum stjórnmálum. Til þess þarf að skapa almenna tiltrú á þeim stjórnvöldum sem fara með öryggis- og greiningarþjónustu og hefja þau yfir pólitíska flokkadrætti. Forsenda þess er að Alþingi skapi þær aðstæður að unnt sé að fjalla um þessi mál á trúverðugan hátt og leiða allar staðreyndir málsins í ljós. Það verður ekki gert nema að Alþingi gefi öllum þeim sem að ólögmætu eftirliti kunna að hafa komið upp sakir og tryggi að þeir haldi störfum sínum og eigi áfram vonir um framgang í starfi með sama hætti og hingað til. Þeir sem kalla eftir nafnbirtingum eru að reyna að þagga niður heilbrigða umræðu og viðhalda ógn. Leiðarljós okkar á þvert á móti að vera að skapa sátt um framtíðina. Það verður best gert með því að sættast við fortíðina. Ég er tilbúinn að fallast á algera sakaruppgjöf öllum þeim til handa sem kunna að hafa komið að þessum málum ef það má verða til þess að leiða sannleikann í ljós. Ég er viss um að svo er einnig um aðra þá sem kunna að hafa orðið fyrir hlerunum. Ef við erum tilbúin að fyrirgefa hvaða hagsmuni er Björn þá að verja?
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar