Innlent

Fangar hóta hungurverkfalli

Hegningarhúsið Vistmenn í fangelsinu hafa gefið yfirvöldum frest fram á föstudag til að verða við kröfum þeirra.
Hegningarhúsið Vistmenn í fangelsinu hafa gefið yfirvöldum frest fram á föstudag til að verða við kröfum þeirra.

Vistmenn í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg hafa hótað því að fara í hungurverkfall ef ekki verði komið til móts við kröfur þeirra um betra fæði og umbætur á vistarverum þeirra. Þeir hafa gefið yfirvöldum frest fram á föstudag til að verða við óskum þeirra.

Í yfirlýsingu sem fangarnir sendu fjölmiðlum í gær kemur fram að þeir hafi ítrekað komið fram óánægju sinni með þann mat sem veitingaverktaki fangelsisins hefur boðið þeim upp á og segja hann bæði einhæfan og gæðalítinn. Þá krefjast þeir þess að loftræsting í fangaklefum Hegningarhússins verði bætt þegar í stað. Segja þeir mikið loftleysi vera í klefunum eftir að þeim sé lokað á kvöldin sem leiði til andlegrar vanlíðunar og hafi heilsuspillandi áhrif á fangana.

Hegningarhúsið hefur verið rekið á undanþágu frá heilbrigðiseftirlitinu og pyntingarnefnd Evrópu á undanförnum árum. Valtýr Sigurðsson, forstöðumaður Fangelsismálastofnunar, segir að kvartanir yfir fæði í fangelsinu séu nýjar fyrir sér en gat tekið undir það að aðbúnaður í fangelsinu væri ekki sem skyldi. Að sögn Valtýs verður farið yfir málið í vikunni en hann segir eðlilegra að menn ræði málin sín á milli í stað þess að grípa til svona aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×