Innlent

Fyrst og fremst sorglegar fréttir

Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga, segir að ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar að nýju séu fyrst og fremst sorglegar fréttir. „Þetta virkar á okkur eins og ögrun frá Kristjáni Loftsyni frekar en nokkuð annað. Hann er studdur innan ríkisstjórnarinnar en það segir ekkert um hvað meginþorri Íslendinga vill gera.“

Pleym segir að of snemmt sé að segja um hvort samtökin hafi uppi aðgerðir. „Við erum að ræða hver viðbrögð okkar verða því nú er komin upp ný staða með atvinnuveiðum á langreyði.“ Pleym telur að mikilvægast sé að starfa með þeim sem eru mótfallnir veiðum á Íslandi og minna á að hvalveiðar séu að öllu leyti ónauðsynlegar vegna þess að markaður fyrir hvalafurðir séu nær enginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×