Innlent

Skipið skagaði langt upp í loftið

netabátur gandí
netabátur gandí

Skipalyfta við höfnina í Vestmannaeyjum gaf sig þegar hún var að lyfta netabát í slipp um klukkan fjögur í gær. Báturinn, sem heitir Gandí VE 171, var kominn langleiðina upp í slippinn þegar hluti lyftunnar gaf sig og hrundi niður þannig að skipið stóð uppi líkt og það hefði stungist í jörðina. Betur fór en á horfðist og urðu aðeins lítilsháttar meiðsli á fólki.

Orsakir slyssins eru ekki ljósar en rannsókn málsins stendur yfir. Óttast er að tjón af völdum slyssins nemi milljónum. Lyftan er í eigu fyrirtækisins Skipalyftan ehf.

Að sögn Tryggva Kristins Ólafssonar, lögreglufulltrúa í Vestmannaeyjum, voru sex manns staddir undir skipinu þegar lyftan gaf sig og fóru þeir allir í sjóinn. Einn þeirra slasaðist á baki og annar fékk skurð á höfuð. Hinir sluppu tiltölulega ómeiddir en allir voru kaldir eftir volkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×