Viðskipti erlent

Málamiðlun í bígerð

Het Financieele Dagblad Nýleg umfjöllun helsta viðskiptarits Hollendinga um áhuga Marels á að kaupa Stork Food Service út úr móðurfélaginu Stork N.V.
Het Financieele Dagblad Nýleg umfjöllun helsta viðskiptarits Hollendinga um áhuga Marels á að kaupa Stork Food Service út úr móðurfélaginu Stork N.V.

Centaurus og Paulson, stærstu hluthafarnir í hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork N.V., eru sagðir reiðubúnir að ræða málamiðlun við stjórn samstæðunnar eftir hluthafafund í síðustu viku. Þar féllust hluthafar með yfirgnæfandi meirihluta á að skipta upp samstæðunni, en stjórn hennar hefur sett sig upp á mót því.

Het Financieele Dagblad, helsta viðskiptarit Hollendinga, hefur eftir heimildarmanni sem stendur sjóðunum nærri að þeir hafi á fundinum komið skoðun sinni rækilega á framfæri, en vilji nú ræða málin. Um 86 prósent greiddu atkvæði með skiptingu félagsins líkt og sjóðirnir lögðu til. Saman fara þeir með tæp 33 prósent alls hlutafjár.

Ekki liggja þó fyrir nánari upplýsingar um hvers eðlis málamiðlunin gæti verið eða hvort hún kunni að hafa áhrif á möguleika Marels til að kaup matvælavinnsluvélastarfsemi Stork. Við þau kaup myndi Marel verða stærsta fyrirtæki í sínu sviði í heiminum. Þá er ekki vitað hvenær viðræður kunni að fara í gang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×