Samtímalist krafsar í köku meistaranna 18. október 2006 07:00 Áhugi á íslenskri list, bæði hér heima og heiman, virðist vera að aukast. Undanfarin misseri hafa íslensk listaverk selst sem aldrei fyrr og svo virðist sem mikill kraftur sé í framboði og eftirspurn. Áhugi Íslendinga á svokölluðum listaverkalánum, sem var samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Kauþings, gallería á höfuðborgarsvæðinu og listamanna, er til merkis um þetta. Svo mikil var eftirspurnin eftir þeim lánum að peningarnir sem lagðir voru í verkefnið voru uppurnir þegar árið var rétt hálfnað. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa í gegnum tíðina sankað að sér miklu magni listaverka. Nokkur dæmi eru um það að fyrirtæki vilji nú fríska upp á umhverfi sitt og geri það meðal annars með því að skipta verkum gömlu meistaranna út fyrir nýrri og ferskari list.Einfaldleiki og forysta að leiðarljósiSjóvá er eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem hafa um þónokkurt skeið átt veglegt safn af klassískri myndlist. Samanstendur eignasafn félagsins af hátt í hundrað verkum íslenskra listamanna frá ýmsum tímabilum. Undanfarið hefur fyrirtækið verið að vinna í því að skilgreina fyrir hvað það stendur. Liður í því er að endurskoða stefnuna í listaverkasafni félagsins. "Við höfum ákveðið leiðarljós í fyrirtækinu - einfaldleika og forystu," segir Böðvar Þórisson, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá Sjóvá. "Við vorum að breyta húsnæðinu okkar til betri vegar þar sem allt er í anda leiðarljósanna. Okkur þótti eðlilegt að endurskoða í leiðinni hvernig myndlist við viljum hafa í kringum okkur. Í nýja húsnæðinu er mikið um opin rými, létt er yfir öllu og einfaldleikinn ríkir. Myndlist sendir mjög sterk skilaboð og okkur fannst þau klassísku verk sem við áttum ekki eiga við þá ímynd sem við vorum að skapa." Þannig var ákvörðun tekin um að stofna menningarsjóð sem hefur það að markmiði að fjárfesta í nýjum verkum sem styðja við einkunnarorð fyrirtækisins. Það fjármagn sem bundið er í eldri myndlist er notað til að fjármagna kaup á verkum eftir núlifandi listamenn og meiri fjármunir lagðir í verkefnið aukalega. Böðvar segir að með þessu móti sé einfaldlega verið að koma þessari eldri klassísku myndlist til þeirra sem hafa áhuga á henni. "Allt er þetta gert með fullri virðingu fyrir klassískri list. Þetta er bara spurningin um hvaða skilaboð við viljum senda. Við erum að skerpa frekar á léttleika og einfaldleika. Fyrir vörumerki skiptir svona lagað mjög miklu máli." tíu milljónir í listaverk á árinuNú í ár hefur Sjóvá þegar fjárfest, bæði í formi þess að kaupa verk og styrkja verkefni, fyrir um tíu milljónir króna í gegnum menningarsjóð sinn. Sjóvá hefur ekki bara verið að kaupa verk fyrir veggi eigin rýmis heldur var meðal annars einn af styrktaraðilum sýningarinnar Eilands í Gróttu í sumar. "Okkur þótti þetta áhugaverð hugmynd enda varð þetta ein mest sótta sýning á landinu í sumar. Samningur okkar gekk út á að styðja verkefnið en í framhaldi af því höfum við verið að kaupa verk af listamönnunum sem tóku þátt í því." Böðvar segir félagið rétt að byrja og það stefni að því að styðja áfram við samtímalist.Tryggvi Páll Friðriksson, listmunasali og uppboðshaldari hjá Gallerí Fold, segist þekkja þess dæmi frá útlöndum að fyrirtæki stundi það að kaupa verk eftir unga listamenn og selja þau aftur þegar þeir verða þekktari og verðmæti verkanna eykst. Þetta segir hann óskandi að myndi gerast hér enda myndi það hafa afar hvetjandi áhrif á kaup og sölu listaverka. Hann telur aðgerðir Sjóvár að sama skapi jákvæðar, ekki síst ef fleiri fyrirtæki tækju sér þetta til fyrirmyndar. Hann telur þó ólíklegt að eigendur stórra safna listaverka á borð við bankana hafi nokkuð þessu líkt á prjónunum. Þeir hafi, að því er hann best veit, heldur áhuga á að efla safn sitt jafnt af yngri sem eldri verkum.Sala heyrir til undantekningaListaverkasafn Landsbankans er hið stærsta í eigu og umsjón einkafyrirtækis á Íslandi. Upplýsingar þaðan styðja þessi orð Tryggva. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs Guðmundssonar, stjórnarformanns Landsbankans, segir það heyra til algerra undantekninga að bankinn selji verk í sinni eigu. "Það er skýr stefna Landsbankans að viðhalda listaverkasafni sínu. Það þýðir hvort tveggja að keypt eru ný verk í safnið og eldri verkum haldið við. Með listaverkasafni sínu vill bankinn halda til haga listasögu þjóðarinnar frá stofnun bankans."Landsbankinn á um 1.500 listaverk frá hinum ýmsu tímabilum. Ásgeir segir erfitt að leggja mat á verðmæti þeirra þar sem markaðsverð einstakra listaverka er breytilegt. Þá sé ekki talin ástæða til að meta og endurmeta einstaka listaverk frá ári til árs.Landsbankinn styður við samtímalistamenn með því annars vegar að kaupa verk þeirra og hins vegar með stuðningi við viðburði á þeirra vegum. Styður bankinn meðal annars við myndlistarhátíðina Sequences sem haldin er í Reykjavík um þessar mundir, listamannahús SÍM og hefur átt aðild að myndlistarverðlaunum Myndstefs, auk margvíslegs stuðnings við einstaka listamenn og verkefni á þeirra vegum. Að sögn Ásgeirs hefur Landsbankinn aukið verulega stuðning sinn við samtímalist á síðustu árum og muni vafalaust auka hann frekar á næstu árum.Kaupþing á líka stórt safn listaverka eins og þekkt er. Þær upplýsingar fengust hjá Benedikt Sigurðssyni, blaðafulltrúa Kaupþings, að engar áætlanir séu uppi um að selja eitthvað af þeim fjölda verka sem bankinn á. Bankinn álíti það eitt af hlutverkum sínum að styðja við íslenska menningu og undanfarin ár hafi hann heldur verið að auka við kaup af verkum samtímalistamanna. "Við eigum mikið af verkum eftir eldri listamenn en líka töluvert eftir nýja. Hve mikið liggur ekki fyrir eða hvert verðmætið er, annað en að þetta er töluvert safn."Mikið framboð og eftirspurnAf svörum bankanna og áliti sérfræðinga að dæma hefur Sjóvá ekki komið nýrri bylgju af stað með sínum breytingum. Flestum ber þó saman um að áhugi á íslenskri list hafi heldur aukist undanfarin misseri. Tryggvi hjá Gallerí Fold segir að uppboðum hafi fjölgað að undanförnu. Þau hafi verið fimm í ár en á venjulegu ári séu þau ekki nema fjögur. Segir hann það bæði koma til af því að í ár fékk galleríið óvenjumikið af góðum verkum inn til sölu. Uppboðin hafi öll gengið vel fyrir sig og því hafi eftirspurnin líka verið talsverð. Enginn vafi leikur því á að myndlistaráhugi á Íslandi er feikilega mikill og fer frekar vaxandi en minnkandi. Úttekt Viðskipti Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Áhugi á íslenskri list, bæði hér heima og heiman, virðist vera að aukast. Undanfarin misseri hafa íslensk listaverk selst sem aldrei fyrr og svo virðist sem mikill kraftur sé í framboði og eftirspurn. Áhugi Íslendinga á svokölluðum listaverkalánum, sem var samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Kauþings, gallería á höfuðborgarsvæðinu og listamanna, er til merkis um þetta. Svo mikil var eftirspurnin eftir þeim lánum að peningarnir sem lagðir voru í verkefnið voru uppurnir þegar árið var rétt hálfnað. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa í gegnum tíðina sankað að sér miklu magni listaverka. Nokkur dæmi eru um það að fyrirtæki vilji nú fríska upp á umhverfi sitt og geri það meðal annars með því að skipta verkum gömlu meistaranna út fyrir nýrri og ferskari list.Einfaldleiki og forysta að leiðarljósiSjóvá er eitt þeirra íslensku fyrirtækja sem hafa um þónokkurt skeið átt veglegt safn af klassískri myndlist. Samanstendur eignasafn félagsins af hátt í hundrað verkum íslenskra listamanna frá ýmsum tímabilum. Undanfarið hefur fyrirtækið verið að vinna í því að skilgreina fyrir hvað það stendur. Liður í því er að endurskoða stefnuna í listaverkasafni félagsins. "Við höfum ákveðið leiðarljós í fyrirtækinu - einfaldleika og forystu," segir Böðvar Þórisson, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá Sjóvá. "Við vorum að breyta húsnæðinu okkar til betri vegar þar sem allt er í anda leiðarljósanna. Okkur þótti eðlilegt að endurskoða í leiðinni hvernig myndlist við viljum hafa í kringum okkur. Í nýja húsnæðinu er mikið um opin rými, létt er yfir öllu og einfaldleikinn ríkir. Myndlist sendir mjög sterk skilaboð og okkur fannst þau klassísku verk sem við áttum ekki eiga við þá ímynd sem við vorum að skapa." Þannig var ákvörðun tekin um að stofna menningarsjóð sem hefur það að markmiði að fjárfesta í nýjum verkum sem styðja við einkunnarorð fyrirtækisins. Það fjármagn sem bundið er í eldri myndlist er notað til að fjármagna kaup á verkum eftir núlifandi listamenn og meiri fjármunir lagðir í verkefnið aukalega. Böðvar segir að með þessu móti sé einfaldlega verið að koma þessari eldri klassísku myndlist til þeirra sem hafa áhuga á henni. "Allt er þetta gert með fullri virðingu fyrir klassískri list. Þetta er bara spurningin um hvaða skilaboð við viljum senda. Við erum að skerpa frekar á léttleika og einfaldleika. Fyrir vörumerki skiptir svona lagað mjög miklu máli." tíu milljónir í listaverk á árinuNú í ár hefur Sjóvá þegar fjárfest, bæði í formi þess að kaupa verk og styrkja verkefni, fyrir um tíu milljónir króna í gegnum menningarsjóð sinn. Sjóvá hefur ekki bara verið að kaupa verk fyrir veggi eigin rýmis heldur var meðal annars einn af styrktaraðilum sýningarinnar Eilands í Gróttu í sumar. "Okkur þótti þetta áhugaverð hugmynd enda varð þetta ein mest sótta sýning á landinu í sumar. Samningur okkar gekk út á að styðja verkefnið en í framhaldi af því höfum við verið að kaupa verk af listamönnunum sem tóku þátt í því." Böðvar segir félagið rétt að byrja og það stefni að því að styðja áfram við samtímalist.Tryggvi Páll Friðriksson, listmunasali og uppboðshaldari hjá Gallerí Fold, segist þekkja þess dæmi frá útlöndum að fyrirtæki stundi það að kaupa verk eftir unga listamenn og selja þau aftur þegar þeir verða þekktari og verðmæti verkanna eykst. Þetta segir hann óskandi að myndi gerast hér enda myndi það hafa afar hvetjandi áhrif á kaup og sölu listaverka. Hann telur aðgerðir Sjóvár að sama skapi jákvæðar, ekki síst ef fleiri fyrirtæki tækju sér þetta til fyrirmyndar. Hann telur þó ólíklegt að eigendur stórra safna listaverka á borð við bankana hafi nokkuð þessu líkt á prjónunum. Þeir hafi, að því er hann best veit, heldur áhuga á að efla safn sitt jafnt af yngri sem eldri verkum.Sala heyrir til undantekningaListaverkasafn Landsbankans er hið stærsta í eigu og umsjón einkafyrirtækis á Íslandi. Upplýsingar þaðan styðja þessi orð Tryggva. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs Guðmundssonar, stjórnarformanns Landsbankans, segir það heyra til algerra undantekninga að bankinn selji verk í sinni eigu. "Það er skýr stefna Landsbankans að viðhalda listaverkasafni sínu. Það þýðir hvort tveggja að keypt eru ný verk í safnið og eldri verkum haldið við. Með listaverkasafni sínu vill bankinn halda til haga listasögu þjóðarinnar frá stofnun bankans."Landsbankinn á um 1.500 listaverk frá hinum ýmsu tímabilum. Ásgeir segir erfitt að leggja mat á verðmæti þeirra þar sem markaðsverð einstakra listaverka er breytilegt. Þá sé ekki talin ástæða til að meta og endurmeta einstaka listaverk frá ári til árs.Landsbankinn styður við samtímalistamenn með því annars vegar að kaupa verk þeirra og hins vegar með stuðningi við viðburði á þeirra vegum. Styður bankinn meðal annars við myndlistarhátíðina Sequences sem haldin er í Reykjavík um þessar mundir, listamannahús SÍM og hefur átt aðild að myndlistarverðlaunum Myndstefs, auk margvíslegs stuðnings við einstaka listamenn og verkefni á þeirra vegum. Að sögn Ásgeirs hefur Landsbankinn aukið verulega stuðning sinn við samtímalist á síðustu árum og muni vafalaust auka hann frekar á næstu árum.Kaupþing á líka stórt safn listaverka eins og þekkt er. Þær upplýsingar fengust hjá Benedikt Sigurðssyni, blaðafulltrúa Kaupþings, að engar áætlanir séu uppi um að selja eitthvað af þeim fjölda verka sem bankinn á. Bankinn álíti það eitt af hlutverkum sínum að styðja við íslenska menningu og undanfarin ár hafi hann heldur verið að auka við kaup af verkum samtímalistamanna. "Við eigum mikið af verkum eftir eldri listamenn en líka töluvert eftir nýja. Hve mikið liggur ekki fyrir eða hvert verðmætið er, annað en að þetta er töluvert safn."Mikið framboð og eftirspurnAf svörum bankanna og áliti sérfræðinga að dæma hefur Sjóvá ekki komið nýrri bylgju af stað með sínum breytingum. Flestum ber þó saman um að áhugi á íslenskri list hafi heldur aukist undanfarin misseri. Tryggvi hjá Gallerí Fold segir að uppboðum hafi fjölgað að undanförnu. Þau hafi verið fimm í ár en á venjulegu ári séu þau ekki nema fjögur. Segir hann það bæði koma til af því að í ár fékk galleríið óvenjumikið af góðum verkum inn til sölu. Uppboðin hafi öll gengið vel fyrir sig og því hafi eftirspurnin líka verið talsverð. Enginn vafi leikur því á að myndlistaráhugi á Íslandi er feikilega mikill og fer frekar vaxandi en minnkandi.
Úttekt Viðskipti Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira