Evra eða króna - sjónhverfingar stjórnarflokkanna 19. október 2006 05:00 Á síðastliðnum misserum hefur verið talsverð umræða um hvort rétt sé að taka upp evru í stað krónu. Sú umræða varð kröftug þegar verðgildi íslensku krónunnar hríðféll snemma á vormánuðum. Heyra mátti þá skoðun hjá ráðherrum Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á stöðu efnahagsmála að dýfan sem krónan tók væri til marks um nauðsyn þess að taka upp evru í stað krónu. Málflutningur framsóknarmanna minnti um margt á illa ræðarann sem kennir árinni. Auðvitað er sú staða sem við blasir í efnahagsmálum þjóðarinnar, s.s. há verðbólga, háir vextir og viðskiptahalli, ekki krónunni að kenna heldur slakri efnahagsstjórn. Almenningur geldur fyrir slaka efnahagsstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með hæstu vöxtum í Evrópu sem þar að auki eru verðtryggðir. Háir vextir halda síðan uppi yfirverði á íslensku krónunni. Einstaka stjórnmálamaður hefur boðað að við upptöku evrunnar væri hægt að bjóða lán sem væru margfalt hagstæðari en þau sem eru í boði nú. Staðreyndin er þó sú að Ísland er langt frá því að geta uppfyllt skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Upptaka evru er skilyrt Í fyrsta lagi er Ísland ekki í Evrópusambandinu en þó svo að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu væri björninn ekki unninn. Aðrar kröfur sem settar eru fyrir upptöku evru eru þær að verðbólga sé ekki 1,5% hærri en í þeim þrem löndum Evrópusambandsins þar sem verðlag er hvað stöðugast og að vextir séu ekki 2% hærri en í fyrrgreindum löndum. Íslendingar eru langt frá því að uppfylla þessi skilyrði þar sem vextir hér eru þeir hæstu í Evrópu og verðbólga er enn nálægt 8% en þyrfti að vera í kringum 2,6%. Við í Frjálslynda flokknum höfum, ásamt málsmetandi hagfræðingum, metið hvaða afleiðingar það hefði fyrir efnahagslíf á Íslandi ef hægt væri að ýta öllum lagalegum og tæknilegum hindrunum til hliðar og taka upp evru. Skilyrði Í fyrsta lagi þá þyrfti að ákveða verðgildi krónunnar. Það skiptir gríðarlega miklu máli, en ef tekin væri sú afstaða að skiptin færu fram á verðgildi krónunnar á mörkuðum nú væri verið að festa í sessi það yfirverð sem er á íslensku krónunni um leið og vextir væru færðir niður um að minnsta kosti 11% í sambærilega vexti og á evrusvæðinu í einu vetfangi. Hætt er við að slíkar sviptingar verði mikill eldsmatur fyrir verðbólguna. Til lengri tíma litið er hætt við að yfirverð í gengisskráningu í krónum í skiptum fyrir evru verði einungis leiðrétt með sársaukafullum afleiðingum, t.d. samdrætti og kjaraskerðingu. Hinn kosturinn væri að verðfella krónuna í þeim (vöru)skiptum sem færu fram á evrum og krónum en hætt er við að staða íslensku bankanna yrði erfið þar sem þeir hafa verið stórtækir á erlendum lánamarkaði og við gengisfellingu krónunnar myndi staða þeirra versna verulega. Einnig má gera ráð fyrir að tekjur bankanna myndu skerðast verulega þar sem meiri samkeppni yrði á lánamarkaði og þeir hefðu ekki sjálfvirkar tekjur af gjaldeyrisviðskiptum og endurlánum af erlendu lánsfé. Það er mikil draumsýn að ætla að við það eitt að taka upp evru hverfi allur vandi sem blasir við í hagstjórninni, hverfi eins og dögg fyrir sólu. Til þess að hægt sé að hugleiða að taka upp evru þá er forsendan sú að takast á við það ójafnvægi sem ríkir í þjóðarbúskapnum. Eigum við ekki að reyna að taka hlutina í réttri röð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum misserum hefur verið talsverð umræða um hvort rétt sé að taka upp evru í stað krónu. Sú umræða varð kröftug þegar verðgildi íslensku krónunnar hríðféll snemma á vormánuðum. Heyra mátti þá skoðun hjá ráðherrum Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á stöðu efnahagsmála að dýfan sem krónan tók væri til marks um nauðsyn þess að taka upp evru í stað krónu. Málflutningur framsóknarmanna minnti um margt á illa ræðarann sem kennir árinni. Auðvitað er sú staða sem við blasir í efnahagsmálum þjóðarinnar, s.s. há verðbólga, háir vextir og viðskiptahalli, ekki krónunni að kenna heldur slakri efnahagsstjórn. Almenningur geldur fyrir slaka efnahagsstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með hæstu vöxtum í Evrópu sem þar að auki eru verðtryggðir. Háir vextir halda síðan uppi yfirverði á íslensku krónunni. Einstaka stjórnmálamaður hefur boðað að við upptöku evrunnar væri hægt að bjóða lán sem væru margfalt hagstæðari en þau sem eru í boði nú. Staðreyndin er þó sú að Ísland er langt frá því að geta uppfyllt skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Upptaka evru er skilyrt Í fyrsta lagi er Ísland ekki í Evrópusambandinu en þó svo að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu væri björninn ekki unninn. Aðrar kröfur sem settar eru fyrir upptöku evru eru þær að verðbólga sé ekki 1,5% hærri en í þeim þrem löndum Evrópusambandsins þar sem verðlag er hvað stöðugast og að vextir séu ekki 2% hærri en í fyrrgreindum löndum. Íslendingar eru langt frá því að uppfylla þessi skilyrði þar sem vextir hér eru þeir hæstu í Evrópu og verðbólga er enn nálægt 8% en þyrfti að vera í kringum 2,6%. Við í Frjálslynda flokknum höfum, ásamt málsmetandi hagfræðingum, metið hvaða afleiðingar það hefði fyrir efnahagslíf á Íslandi ef hægt væri að ýta öllum lagalegum og tæknilegum hindrunum til hliðar og taka upp evru. Skilyrði Í fyrsta lagi þá þyrfti að ákveða verðgildi krónunnar. Það skiptir gríðarlega miklu máli, en ef tekin væri sú afstaða að skiptin færu fram á verðgildi krónunnar á mörkuðum nú væri verið að festa í sessi það yfirverð sem er á íslensku krónunni um leið og vextir væru færðir niður um að minnsta kosti 11% í sambærilega vexti og á evrusvæðinu í einu vetfangi. Hætt er við að slíkar sviptingar verði mikill eldsmatur fyrir verðbólguna. Til lengri tíma litið er hætt við að yfirverð í gengisskráningu í krónum í skiptum fyrir evru verði einungis leiðrétt með sársaukafullum afleiðingum, t.d. samdrætti og kjaraskerðingu. Hinn kosturinn væri að verðfella krónuna í þeim (vöru)skiptum sem færu fram á evrum og krónum en hætt er við að staða íslensku bankanna yrði erfið þar sem þeir hafa verið stórtækir á erlendum lánamarkaði og við gengisfellingu krónunnar myndi staða þeirra versna verulega. Einnig má gera ráð fyrir að tekjur bankanna myndu skerðast verulega þar sem meiri samkeppni yrði á lánamarkaði og þeir hefðu ekki sjálfvirkar tekjur af gjaldeyrisviðskiptum og endurlánum af erlendu lánsfé. Það er mikil draumsýn að ætla að við það eitt að taka upp evru hverfi allur vandi sem blasir við í hagstjórninni, hverfi eins og dögg fyrir sólu. Til þess að hægt sé að hugleiða að taka upp evru þá er forsendan sú að takast á við það ójafnvægi sem ríkir í þjóðarbúskapnum. Eigum við ekki að reyna að taka hlutina í réttri röð?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun