Lay Low lætur að sér kveða 19. október 2006 15:45 Fyrsta plata Lay Low, Please Don´t Hate Me, kemur út í dag. MYND/Heiða Fyrsta plata söngkonunnar Lay Low, Please Don"t Hate Me, kemur út í dag. Lay Low, sem heitir réttu nafni Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, spilar jafnframt á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld. Lovísa, sem er 23 ára Reykjavíkurmær, kom fram á sjónarsviðið í byrjun ársins þegar útgáfufyrirtækið Cod-music gerði við hana plötusamning eftir að hafa aðeins heyrt tvær demóupptökur á myspace-síðu hennar. „Þá var ég ekki búin að semja mikið af lögum og var eiginlega nýbyrjuð. Ég ætlaði ekki að fara langt með þetta og fannst furðulegt og fyndið að þeir skyldu hafa samband við mig," segir Lovísa, sem er einnig í hljómsveitinni Benny Crespo"s Gang. „Svo þróaðist þetta út í að ég fór að semja meira og þá vorum við allt í einu að spá í plötu," segir hún. Lovísa játar að það hafi verið erfitt að stíga ein fram á sjónarsviðið sem Lay Low eftir að hafa alla tíð haft heila hljómsveit á bak við sig. „Mér fannst það alveg skelfilegt fyrst og ég hélt að ég myndi deyja. Svo bara eftir hverja einustu tónleika lagaðist það og núna líður mér nokkuð ágætlega. Þetta venst furðuvel." Ásamt útkomu nýju plötunnar hefur lagið Boy Oh Boy hljómað í auglýsingu frá Samskipum, auk þess sem titillag plötunnar er í kvikmyndinni Mýrin sem verður frumsýnd á morgun. Lagði Mugison, sem sá um tónlistina í myndinni, mikla áherslu á að lagið yrði haft með. Tónlist Lay Low er nokkurs konar blanda af kántrí, rokki og blús. Semur hún öll lög og texta sjálf. Að sögn Lovísu er nýja platan blanda af öllu sem hún hlustar á dagsdaglega. „Ég hef gaman af gömlum blúslögum og einu sinni hlustaði ég líka mikið á gamalt gospel. Síðan hlusta ég á nýja tónlist eins og Will Oldham," segir hún. Lovísa útilokar ekki að spila erlendis í framtíðinni, enda á hún fjölskyldu úti í Englandi en pabbi hennar er breskur. Tónleikar Lay Low í kvöld verða á Nasa og hefjast þeir stundvíslega klukkan 20.00. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Fyrsta plata söngkonunnar Lay Low, Please Don"t Hate Me, kemur út í dag. Lay Low, sem heitir réttu nafni Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, spilar jafnframt á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld. Lovísa, sem er 23 ára Reykjavíkurmær, kom fram á sjónarsviðið í byrjun ársins þegar útgáfufyrirtækið Cod-music gerði við hana plötusamning eftir að hafa aðeins heyrt tvær demóupptökur á myspace-síðu hennar. „Þá var ég ekki búin að semja mikið af lögum og var eiginlega nýbyrjuð. Ég ætlaði ekki að fara langt með þetta og fannst furðulegt og fyndið að þeir skyldu hafa samband við mig," segir Lovísa, sem er einnig í hljómsveitinni Benny Crespo"s Gang. „Svo þróaðist þetta út í að ég fór að semja meira og þá vorum við allt í einu að spá í plötu," segir hún. Lovísa játar að það hafi verið erfitt að stíga ein fram á sjónarsviðið sem Lay Low eftir að hafa alla tíð haft heila hljómsveit á bak við sig. „Mér fannst það alveg skelfilegt fyrst og ég hélt að ég myndi deyja. Svo bara eftir hverja einustu tónleika lagaðist það og núna líður mér nokkuð ágætlega. Þetta venst furðuvel." Ásamt útkomu nýju plötunnar hefur lagið Boy Oh Boy hljómað í auglýsingu frá Samskipum, auk þess sem titillag plötunnar er í kvikmyndinni Mýrin sem verður frumsýnd á morgun. Lagði Mugison, sem sá um tónlistina í myndinni, mikla áherslu á að lagið yrði haft með. Tónlist Lay Low er nokkurs konar blanda af kántrí, rokki og blús. Semur hún öll lög og texta sjálf. Að sögn Lovísu er nýja platan blanda af öllu sem hún hlustar á dagsdaglega. „Ég hef gaman af gömlum blúslögum og einu sinni hlustaði ég líka mikið á gamalt gospel. Síðan hlusta ég á nýja tónlist eins og Will Oldham," segir hún. Lovísa útilokar ekki að spila erlendis í framtíðinni, enda á hún fjölskyldu úti í Englandi en pabbi hennar er breskur. Tónleikar Lay Low í kvöld verða á Nasa og hefjast þeir stundvíslega klukkan 20.00.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira