Innlent

Elsti Íslendingur allra tíma

Elsti íslendingurinn  Sólveig Pálsdóttir ásamt börnum sínum Guðlaugi og Jóhönnu.
Elsti íslendingurinn Sólveig Pálsdóttir ásamt börnum sínum Guðlaugi og Jóhönnu.

Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli í Öræfum er nú elsti Íslendingur sögunnar. Sólveig varð 109 ára þann 20. ágúst síðastliðinn og varð því 109 ára og 59 daga gömul í gær.

Aðeins einn íslendingar hefur náð 109 ára aldri fyrir utan Sólveigu en það var Guðfinna Einarsdóttir frá Leysingjastöðum í Dalasýslu sem lést 1. apríl síðastliðinn.

Sólveig hefur dvalið á Hjúkrunarheimili Suðausturlands frá 96 ára aldri og hélt hún upp á daginn í hópi vina og vandamanna. Efnt var til kaffiveislu í tilefni dagsins.

Jóhanna Gunnarsdóttir, dóttir Sólveigar, segir að heilsa móður sinnar sé ágæt miðað við aldur en að sjón, heyrn og minni að bila. „Móðir mín ólst upp á Hofi í Öræfum en bjó lengst af á Svínafelli ásamt föður mínum Gunnari Jónssyni en hann lést árið 1967. Þau hjónin eignuðust sjö börn sem eru öll á lífi.“

Jóhanna segir áhugamál móður sinnar lengst af hafa verið bústörf ásamt lestri. Hún segir að sennilega megi þakka reglusömu líferni móður sinnar þann háa aldur sem hún hefur náð.

Afkomendur Sólveigar eru um 70 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×