Innlent

Málið enn til rannsóknar

Lögreglan í Hafnarfirði, sem gerði 170 kannabisplöntur upptækar við húsleit í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á sunnudag, er langt komin með rannsókn málsins.

Tveimur mönnum, sem handteknir voru vegna málsins, var sleppt að loknum yfirheyrslum. Að sögn Kristjáns Ó. Guðnasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Hafnarfirði, telst málið að mestu upplýst. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær voru tæki og tól í iðnaðarhúsnæðinu sem dugðu til þess að rækta upp kannabisplöntur sem náðu næstum tveggja metra hæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×